12 sep. 2018

Vinnustaðafundir FÍN á Norðurlandi eystra í dag og á morgun

12. september á Akureyri og 13. september á Húsavík

Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) mun standa fyrir fundum með félagsmönnum á Norðurlandi eystra í þessari viku. Í dag, 12. september, verður fundur á Akureyri og á morgun, 13. september, á Húsavík.

Félagsmenn á Norðurlandi eystra hafa þegar fengið sendan tölvupóst frá félaginu og skráð sig til þátttöku á þann fundarstað sem þeim hentar og jafnframt bókað viðtöl við formann.

Í næstu viku verða vinnustaðafundir á Norðurlandi vestra. Félagsmenn á því svæði munu fá upplýsingar um skráningu senda í tölvupósti. 

Allar frekari upplýsingar um vinnustaðafundi félagsins í vetur eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins, hér.

Island