30 júl. 2018

Vinnustaðafundir FÍN - Haust 2018

Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga mun í haust heimsækja vinnustaði félagsmanna FÍN. Skipulagning vinnustaðafunda stendur nú yfir. Félagsmenn sem hafa óskir um tímasetningar á vinnustaðafundum eða viðtalstímum eru beðnir um að hafa samband við starfsmenn félagsins.

Hér fyrir neðan er áætlun um vinnustaðafundi sem áætlað er að halda í september og október 2018.  Fyrstu vinnustaðafundirnir verða á Austurlandi, síðan er förinni heitið á Norðurland, Vestfirði, Vesturland, Suðurland og að lokum Suðvesturland.

Formaður FÍN verður einnig með viðveru á nokkrum stöðum á landsbyggðinni þar sem félagsmenn geta komið í viðtal og rætt ýmis mál, komið með ábendingar eða fengið ráðgjöf. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu. Félagsmenn á landsbyggðinni sem vilja mæta í viðtal er bent á að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á netfangið fin@bhm.is.  Ef enginn bókar sig í viðtalstíma falla þeir niður.

Þeir félagsmenn sem hafa óskir um tímasetningar á vinnustaðafundum eða viðtalstímum eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið fin@bhm.is. Reynt verður að koma á móts við allar óskir.  

AUSTURLAND 

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
7.sep Egilsstaðir
Tjarnarbraut 39
09:00 Austurbrú - Vonarland
13:00 Viðtalstímar í húsi B

NORÐURLAND EYSTRA 

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
12.sep Akureyri 09:00 Borgum v/Norðurslóð, Fundarherbergi R262
11:00 Viðtalstíma í Borgum v/Norðurslóð - 4 hæð
13.sep Húsavík 09:00 Hafnarstétt 3, Náttúrustofa Norðausturlands
13:00 Viðtalstíma að Hafnarstétt 3, Náttúrustofa Norðausturlands

NORÐURLAND VESTRA 

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
19.sep Hólar í Hjaltadal 09:00 Háskólinn að Hólum - Stofa 202
11:00 Viðtalstímar - Háskólinn að Hólum - Stofa 303
20.sep Sauðárkrókur 09:00 Farskólinn - Faxatorgi 1 - Stofa 1
11:00 Viðtalstímar - Farskólinn - Faxatorgi 1 - Stofa 1

VESTFIRÐIR 

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
25.sep Ísafjörður 09:00 Suðurgata 12 - 400 Ísafjörður

VESTURLAND

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
2.okt Hvanneyri 09:00 Höfða í Ásgarði - Landbúnaðarháskóli Íslands
11:00 Viðtalstímar - Höfða í Ásgarði
10.okt Akranes 09:00 Stillholti 16-18 Akranesi

SUÐURLAND

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
9.okt Selfoss 14:00 Matvælastofnun að Austurvegi 64 
29.nóv Höfn í Hornafirði 10:30 Gamlabúð við Heppuveg 1
13:30 Viðtalstímar í Gömlubúð

SUÐVESTURLAND

Dags. Fundarstaður Kl. Fundarsalur
23.okt Reykjanesbær 10:00 Auglýst síðar
Staðsetning fundarstaða og viðtalstíma verður auglýst þegar nær dregur.  Allar ábendingar um hentuga aðstöðu vegna vinnustaðafunda eru vel þegnar.