20 feb. 2020

Tilkynning vegna COVID-2019

Vegna kórónuveirunnar COVID-2019 vill félagið biðja félagsmenn að huga vel að þeim leiðbeiningum sem Landlæknir hefur gefið út.

Vegna kórónuveirunnar COVID-2019 vill FÍN vill félagið biðja félagsmenna að huga vel að þeim leiðbeiningum sem Landlæknir hefur gefið út, sjá hér.

Sé grunur um smit hefur Landlæknir heimild til að setja fólk í einangrun skv. 12. grein sóttvarnarlaga . Komi til þess er það meðhöndlað eins og hver önnur veikindi og þurfa launþegar að framvísa vottorði. Landlæknir er að yfirfara hvort slík vottorð verði gefin út af embættinu eða af öðrum heilbrigðisstarfsmönnum.

Einnig vill Landlæknir beina þeim tilmælum til fólks að hringja í síma 1700 vakni grunur um smit.