23 mar. 2020

"Náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu" á bakvarðarlista Heilbrigðisráðuneytisins

Frá og með deginum í dag geta "náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu" boðið sig fram í bakvarðasveit Heilbrigðisráðuneytisins, en félagið sendi erindi til ráðuneytisins 22. mars sl. og furðaði sig á því að "Náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu" væru ekki á bakvarðarsveitarlista Heilbrigðsiráðuneytisins.

Eftirfarandi svar barst frá ráðuneytinu:

Vísað er í tölvupóst Félags náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu sem barst heilbrigðsráðuneytinu 22. mars sl.

Ráðuneytið þakkar ábendingu formanns og fagnar áhuga „Náttúrufræðinga í heilbrigðisþjónustu“ á að skrá félagið á listann fyrir bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. Ráðuneytið mun skrá félagið um hæl og væntir þess að Félagið tilkynni það félagsmönnum sínum eins fljótt og verða má.

Misskilnings virðist gæta í póstinum sem ástæða er til að leiðrétta. Hugmyndin um bakvarðasveitna varð til með sameiginlegri yfirlýsingu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Læknafélags Íslands, Sjúkraliðafélags Íslands, heilbrigðsráðherra, landlæknis, ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis og dagsett er 10. mars sl. Til viðbótar þessum þremur heilbrigðisstarfsstéttum hafa nú sex starfsstéttir bæst á listann sem verða sjö þegar „Náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu“ bætast við. Óskir um að komast á listann hafa komið frá stjórnum félaganna og í framhaldinu hafa þær verið í sambandi við félagsmenn til að hvetja þá til að skrá sig í bakvarðasveitina .