20 apr. 2020

Aðalfundarboð - Aðalfundur FÍN verður í fjarfundi þann 30. apríl nk.

Boðað er til aðalfundar félagsins þann 30. apríl 2020 kl: 14:30 og verður hann að þessu sinni í fjarfundi.

Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess.
3. Tillögur um lagabreytingar.
4. Ákvörðun um félagsgjöld.
5. Stjórnarkjör.
6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs.
7. Kosning siðanefndar.
8. Önnur mál.  

Nauðsynlegt að skrá þátttöku til að fá link á fundinn. Allir sem eru með fulla aðild eða aukaaðild að félaginu og hafa greitt félagsgjald til félagsins sl. 6 mánuði hafa kosningarétt á fundinum, sbr. 3. gr. laga félagsins . Fréttabréf félagsins verður sent í tölvupósti í dag. Hafir þú ekki fengið í hendur fundarboð þá sendu okkur tölvupóst í gegnum netfangið fin@bhm.is.