Dagskrá aðalfundar 2025
Haldinn þann 27. mars í Borgartúni 27, 2. hæð, klukkan 17:00
Þessi síða var síðast uppfærð 27. mars 2025
Dagsetning: 27. mars 2025 kl. 17:00
Staðsetning: Borgartún 27, 2. hæð og í fjarfundi
Dagskrá aðalfundar
1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess.
3. Tillögur um lagabreytingar.
4. Ákvörðun um félagsgjöld.
5. Stjórnarkjör.
6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs.
7. Kosning siðanefndar.
8. Önnur mál.
Fundargögn:
Fundargögn og ítarupplýsingar um dagskrá birtast hér á næstu dögum. Skráningu á fundinn lauk á hádegi 25. mars. Skráning er fyrst og fremst til að áætla magn veitinga og senda út slóð fyrir fjarfund. Ef þú gleymdir að skrá þig geturðu haft samband við skrifstofua FÍN í gegnum netfangið fin@fin.is
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar
Endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða verða aðgengilegir hér um leið og þeir liggja fyrir.3. Lagabreytingar
Stjórn leggur til eftirfarandi breytingar á 1. og 2. grein í lögum félagsins.
VAR:
1. gr. Almennt
Félagið heitir Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og á ensku The Union of Natural Scientists in Iceland. Félagssvæði þess er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
VERÐUR:
1. gr. Almennt
Félagið heitir FÍN - Félag íslenskra náttúrufræðinga og á ensku FÍN - The Union of Natural Scientists in Iceland. Nafn félagsins er tvískipt og er heimilt að nota annað nafnið eða bæði eftir þörfum hverju sinni. Félagssvæði þess er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
VAR:
2. gr. hlutverk
Félagið er stéttarfélag og vill ávallt vera fyrsti valkostur háskólamenntaðra einstaklinga. Hlutverk þess er:
a. Að standa vörð um og vinna að bættum kjörum og kjarasamningsbundnum réttindum félagsfólks óháð uppruna þeirra.
b. Að gera kjarasamning fyrir félagsfólk sitt, hvort heldur er á almennum markaði eða hjá hinu opinbera.
c. Að tryggja aðgengi félagsfólks að upplýsingum um réttindi og kjör sín og aðra hagsmuni sem tengjast félaginu.
d. Að vinna að því að bæta réttarstöðu sjálfstætt starfandi sérfræðinga og efla samkeppnishæfni þeirra.
e. Að stuðla að samvinnu, samheldni og góðri fagþekkingu félagsfólks í gegnum fagfélög þess og að kynna fyrir almenningi mikilvægi starfa félagsfólks.
f. Að kynna félagið fyrir verðandi/mögulegu félagsfólki og vinna að tengslum við hagsmunafélög.
g. Að stuðla að og standa vörð um öflugt sjóðakerfi fyrir félagsfólk þvert á markaði.
h. Að stuðla að sterku trúnaðarmannakerfi á vinnustöðum og miðla fræðslu til félagsfólks.
VERÐUR:
2. gr. Hlutverk
Félagið er fag- og stéttarfélag og vill ávallt vera fyrsti valkostur háskólamenntaðra einstaklinga. Hlutverk þess er:
a. Að standa vörð um og vinna að bættum kjörum og kjarasamningsbundnum réttindum félagsfólks óháð uppruna þeirra.
b. Að gera kjarasamning fyrir félagsfólk sitt, hvort heldur er á almennum markaði eða hjá hinu opinbera.
c. Að tryggja aðgengi félagsfólks að upplýsingum um réttindi og kjör sín og aðra hagsmuni sem tengjast félaginu.
d. Að vinna að því að bæta réttarstöðu sjálfstætt starfandi sérfræðinga og efla samkeppnishæfni þeirra.
e. Að stuðla að samvinnu, samheldni og góðri fagþekkingu félagsfólks í gegnum fagfélög þess og að kynna fyrir almenningi mikilvægi starfa félagsfólks.
f. Að kynna félagið fyrir verðandi/mögulegu félagsfólki og vinna að tengslum við hagsmunafélög.
g. Að stuðla að og standa vörð um öflugt sjóðakerfi fyrir félagsfólk þvert á markaði.
h. Að stuðla að sterku trúnaðarmannakerfi á vinnustöðum og miðla fræðslu til félagsfólks.
Lagabreyting sú sem boðuð var í síðasta fréttabréfi og fjallaði um þann hluta 6. greinar laga FÍN sem snýr að setulengd formanns var dregin til baka. Sú tillaga kom þó hvorki frá stjórn né framkvæmdastjórn.
4. Félagsgjald
Stjórn FÍN leggur ekki fram tillögu um breytingar á félagsgjaldi og leggur til að félagsgjöld verði óbreytt, 0,65% af heildarlaunum.5. Stjórnarkjör (sjálfkjörið)
Í kjöri til tveggja ára:Varaformaður FÍN:
Þorkell Heiðarsson, Reykjavíkurborg
Meðstjórn:
Berglind Sigurðardóttir , Skipulagsstofnun
Bragi Bergsson, Reykjavíkurborg
Jón Már Halldórsson, Húsnæðis– og mannvirkjastofnun
Margrét Geirsdóttir, Matís
Stella Hrönn Jóhannsdóttir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Una Bjarnadóttir, Alvotech
Sigrún Laufey Sigurðardóttir, Landspítali
Páll Sigurðsson, Land og skógur
Sitja frá fyrra ári:
Formaður FÍN: Maríanna H. Helgadóttir
Anna Berg Samúelsdóttir, Matís
Benóný Jónsson, Hafrannsóknastofnun
Guðrún Nína Petersen, Veðurstofa Íslands
Sigvaldi Thordarson, Íslenskar orkurannsóknir
Sindri Birgisson, Mosfellsbær
Stefán Már Stefánsson, Hafrannsóknastofnun
Svava S. Steinarsdóttir, Reykjavíkurborg
Torfi Geir Hilmarsson, Alvotech
Unnur Magnúsdóttir, Genís
Fulltrúi trúnaðarmann:
Björg Helgadóttir, Reykjavíkurborg
6. Stjórn Kjaradeilusjóðs (sjálfkjörið)
Í kjöri til tveggja ára:
Friðþjófur Árnason, Hafrannsóknarstofnun
Situr frá fyrra ári:
Ólafur Eggertsson, Land og skógur/Landbúnaðarháskóli Íslands
Jafnframt sitja í stjórn Kjaradeilusjóðs eftirtaldir aðilar:
Aðalmenn:
Formaður FÍN
Gjaldkeri FÍN
Varamenn:
Varaformaður FÍN
Ritari FÍN
7. Siðanefnd
Í kjöri til tveggja ára:
Aðalmenn:
Kristín Hermannsdóttir, Veðurstofa Íslands
Þórólfur Jónsson, Reykjavíkurborg
Varamaður:
Hildur Inga Sveinsdóttir, Matís
Aðalmenn sem sitja frá fyrra ári:
Anna Berg Samúelsdóttir, Matís
Emelía Eiríksdóttir, Coripharma
Símon Klüpfel, Axelyf
Varamaður sem situr frá fyrra ári:
Guðlaug Katrín Hákonardóttir, Háskóli Íslands
8. Önnur mál
Félagsmönnum er bent á að hægt er að taka upp önnur mál undir þessum dagskrárlið.