Nýjar úthlutunarreglur hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna
Starfsþróunarsetur háskólamanna hefur gert breytingar á úthlutunarreglum sínum. Helstu breytingar felast í úthlutunarreglum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Hámarksstyrkur einstaklinga hækkar úr 425.000 í kr. 600.000 á 24 mánaða tímabili. Til viðbótar við styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna sem tengjast fagsviði viðkomandi eða nýju fagsviði er nú hægt að sækja um styrk vegna annara námskeiða sem miða að því að styrkja viðkomandi í starfi. Jafnframt styrkir Starfsþróunarsetur háskólamanna nú kaup á námsgögnum vegna náms eða námskeiða.