1 des. 2021

Opið fyrir umsóknir í Vísindasjóð FÍN

Vísindasjóður FÍN úthlutar styrkjum einu sinni á ári og er ætlað að styrkja félagsmenn til að sækja námskeið, festa kaup á fagbókum o.þ.h. Allir sem greitt er fyrir til sjóðsins eiga rétt á greiðslu úr honum í réttu hlutfalli við starfstíma og starfshlutfall, aðeins þarf að sækja um styrkinn á ,,Mínum síðum". Hægt að skoða hvort greitt hafi verið í sjóðinn fyrir viðkomandi undir iðgjöld á „Mínum síðum“. Hafi sjóðfélagi sótt námskeið eða keypt fagbækur er hægt að draga þann kostnað frá styrknum á skattframtali. Sé enginn frádráttur frá styrknum er hann skattskyldur. Félagsmenn hjá sveitarfélögum eiga aðild að Vísindasjóði FÍN og einnig þeir á almennum markaði sem hafa samið um það í ráðningarsamningi.

Nánari upplýsingar má sjá á https://www.fin.is/sjodir-og-styrkir/visindasjodur/