2 júl. 2021

Uppfærður kjarasamningur SA og FÍN

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA hefur verið uppfærður í heildstæðan kjarasamning sem er hægt að nálgast hér. Breytingarnar sem gerðar eru á samningnum eru þær að stytting vinnuvikunnar sem tók gildi 1. mars sl. og var gengið frá með sérstöku samkomulagi þann 7. janúar sl. hefur verið sett inn í heildstæðan kjarasamning. 

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA hefur verið uppfærður í heildstæðan kjarasamning sem er hægt að nálgast hér. Breytingarnar sem gerðar eru á samningnum eru þær að stytting vinnuvikunnar sem tók gildi 1. mars sl. og var gengið frá með sérstöku samkomulagi þann 7. janúar sl. hefur verið sett inn í heildstæðan kjarasamning. 

Bókun um ráðningarsamningsform hefur verið felld út og sérstök form, s.s. ráðningarsamningsform með ýmsum fylgiskjölum, verða fljótlega aðgengileg á læstu svæði fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Bætt var við kafla er varðar fyrirtækjaþátt, sem felur í sér að hægt er að ganga frá vinnustaðasamningum milli starfsmanna og fyrirtækis sé það talið til hagsbóta fyrir báða aðila. 

Samningurinn gildir þar til nýr er gerður og því er ekki kosið um kjarasamninginn. Ef eitthvað er óljóst eða þarfnast frekari skýringa þá er félagsmönnum bent á að hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma eða senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið fin@bhm.is