Aðalfundarboð - fréttabréf
Boðað er til aðalfundar félagsins þann 25. mars kl. 14:00 og verður hann að þessu sinni í fjarfundi. Hægt er að kynna sér dagskrá fundarins, frambjóðendur til stjórnar- og nefndarstarfa ásamt tillögum um lagabreytingar í fréttabréfi félagsins.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku til að fá hlekk á fundinn. Allir sem eru með fulla aðild eða aukaaðild að félaginu og hafa greitt félagsgjald til félagsins sl. 6 mánuði hafa kosningarétt á fundinum, sbr. 3. gr. laga félagsins.
Hafi einhver ekki fengið sent fundarboð hvetjum við þá til að hafa samband í gegnum netfangið fin@bhm.is.