23 jún. 2020

Niðurstaða Félagsdóms liggur fyrir vegna atkvæðagreiðslu um framlengingu kjarasamnings FÍN og ríkisins

Niðurstaða Félagsdóms liggur fyrir í dómsmáli ríkisins gegn FÍN vegna niðurstöðu um atkvæðagreiðslu um samkomulag um framlengingu og breytingar á kjarasamningi FÍN og ríkisins. Niðurstaðan var eftirfarandi: "Viðurkennt er að samkomulag fjármálara- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og stefnda, Félags íslenskra náttúrufræðinga, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var 2. apríl 2020, var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna stefnda, sem laun þann 17. apríl sama ár, telst því skuldbindandi frá undirritunardegi, 2. apríl 2020."

Dómurinn í heild sinni.

.