23 okt. 2019

Aðalmeðferð - Menntunarákvæði gerðardóms

Aðalmeðferð fór fram í Félagsdómi 23. október vegna menntunarákvæða gerðardóms sem tekin voru orðrétt upp í kjarasamning félagsins við ríkið. Forsaga þessa dómsmáls er sú að þann 15. ágúst 2015 úrskurðaði gerðardómur í kjaradeilu 18 aðildarfélaga BHM og þar með í kjaradeilu FÍN og ríkisins. Í gerðardómi fólst meðal annars að meta skyldi menntun sem krafa er um í starfi til launa og jafnframt aðra viðbótarmenntun sem nýtist í starfi. Túlkun Kjara- og mannauðssýslu ríkisins var ekki sú sama og túlkun FÍN. Því varð FÍN að stefna ríkinu og var það gert sl. vor. Loksins er því farið að hylla undir niðurstöðu um hvernig túlka eigi menntunarákvæði gerðardóms vegna félagsmanna FÍN sem hafa náð sér í menntun umfram bakkalárgráðu. Við væntum niðurstöðu félagsdóms fyrir lok nóvember.