1 okt. 2018

Vinnustaðafundir FÍN á Vesturlandi

2. október á Hvanneyri og 10. október á Akranesi

2. október á Hvanneyri og 10. október á Akranesi

Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) mun standa fyrir fundum með félagsmönnum á Vesturlandi næstu tvær vikur. Á þriðjudaginn 2. október verður haldinn fundur á Hvanneyri og á miðvikudaginn 10. október á Akranesi. 

Félagsmenn á Vesturlandi hafa þegar fengið sendan tölvupóst frá félaginu og skráð sig til þátttöku á þann fundarstað sem þeim hentar og jafnframt bókað viðtöl við formann.

Í næstu tveimur vikum verða vinnustaðafundir á Suðurlandi. Félagsmenn á því svæði munu fá upplýsingar um skráningu senda í tölvupósti. 

Allar frekari upplýsingar um vinnustaðafundi félagsins í vetur eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins, hér.