13 sep. 2018

Vinnustaðafundir FÍN á Norðurlandi vestra í næstu viku

18. september verða fundir á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, 19. september á Hólum í Hjaltadag, 20. september á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Varmahlíð og 21. september á Blönduósi og Hvammstanga.

Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) mun standa fyrir fundum með félagsmönnum á Norðurlandi vestra í næstu viku. Þann 18. september verða fundir á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, þann 19. september á Hólum í Hjaltadag, þann 20. september á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Varmahlíð og þann 21. september á Blönduósi og Hvammstanga.

Félagsmenn á Norðurlandi vestra hafa nú fengið sendan tölvupóst frá félaginu þar sem þeir eru beðnir um að skrá sig til þátttöku á þann fundarstað sem hentar og jafnframt að bóka viðtal við formann hafið þeir vilja til þess.

Þeir félagsmenn á Norðurlandi vestra sem hafa ekki fengið tölvupóst með upplýsingum um skráningu eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins í gegnum netfangið fin@bhm.is. Skráningu þarf að vera lokið eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi þann 17. september nk.

Komi til þess að þátttaka verði engin á fundi eða í viðtalstíma mun formaður fella niður þá fundartíma eða viðtalstíma og tilkynna um slíkt á vefsíðu félagsins. Því er mikilvægt að þeir félagsmenn sem ætla að mæta til fundar eða í viðtalstíma skrái þátttöku sína með því að smella á hlekk hér fyrir ofan.

Allar frekari upplýsingar um vinnustaðafundi félagsins í vetur eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins, hér.

Island