11 sep. 2018

Fræðsludagskrá BHM haustið 2018

Skráning hefst kl. 12:00 í dag, 11. september

Árlega skipuleggur BHM margvísleg námskeið fyrir almenna félagsmenn aðildarfélaga, kjörna fulltrúa þeirra, starfsfólk og trúnaðarmenn. Þau eru yfirleitt opin öllum félagsmönnum BHM án endurgjalds og er ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. 

Á haustönn 2018 verða níu námskeið í boði. M.a. um að ræða námskeið um aukna vellíðan í starfi fyrir vakatavinnustarfsfólk, nýju persónuverndarlögin og áhrif streitu á samskipti í vinnu og innan fjölskyldu. Vinsæla námskeiðið um streitu og kulnun verður í boði nú á haustönn.

Hér má lesa nánar um fræðsludagskrá haustsins 2018. 

Skráning fer að venju fram, hér, á vef BHM og verður opnað fyrir hana kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 11. september nk.