Endurgreiðsla ævigjalds
í Orlofssjóð BHM
Virkir félagsmenn í FÍN sem greiða ævigjald í Orlofssjóð BHM þegar þeir hefja töku lífeyris og hafa greitt í 10 ár eða lengur í félagið geta lagt fram kvittun fyrir greiðslu á skrifstofu FÍN og óskað eftir endurgreiðslu á gjaldinu.
Reglur félagsins um endurgreiðslu ævigjalds í Orlofssjóð BHM
-
Þeir sem eru virkir félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga, fara á lífeyri og hafa greitt í 10 ár eða lengur í félagið, hafa kost á því að sækja um endurgreiðslu á ævigjaldi í Orlofssjóð BHM.
-
Félagsmenn skulu skila inn kvittun fyrir greiðslu ævigjaldsins á skrifstofu FÍN.
-
Uppfylli félagsmaður skilyrði sem sett eru í lið 1 þá er ævigjaldið endurgreitt.
-
Reglur þessar taka gildi 1. mars 2012.
Samþykkt á stjórnarfundi FÍN þann 10. ágúst 2012