Fara í efni

Fréttir

24.10.2025

Stofnanasamningur við Landspítalann

Undirritaður hefur verið nýr stofnanasamningur milli FÍN og Landspítalans. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi afturvirkt frá 1. apríl 2025. Samningurinn hefur verið vistaður hér á vefnum og er aðgengilegur hér ásamt öðrum stofnanasamningum.

17.10.2025

Heilnæmnt umhverfi í þágu almennings

Málþing 21. október næstkomandi í Norræna húsinu

07.10.2025

FÍN og Símenntun Háskólans á Akureyri í samstarf

Á dögunum undirrituðu fulltrúar FÍN og Símenntunar Háskólans á Akureyri samstarfssamning en markmið hans er m.a. að efla námsframboð og auka fjölbreytileika í námsleiðum fyrir félagsfólk FÍN.

23.09.2025

Sjötíu ára afmælishátíð FÍN 9. október

FÍN fagnar 70 ára afmæli félagsins þann 9. október næstkomandi. Veislan verður haldin á Kjarvalsstöðum og skráning í hófið er hér að neðan.

05.09.2025

Greiningarsjóður háskólafélaganna

Fulltrúar Félags háskólakennara, Félags háskólakennara á Akureyri, FÍN – Félags íslenskra náttúrufræðinga og Félags prófessora í ríkisháskólum, undirrituðu í gær, fimmtudaginn 4. september, tímamóta samstarfssamning um nýjan greiningarsjóð.

29.08.2025

Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Náttúrufræðistofnunar. 

27.08.2025

Laun hjá ríki hækka um 1,24%

Nefnd um launatöfluauka, skipuð fulltrúum heildarsamtaka launafólks og opinberra launagreiðenda (ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg), hefur lokið fyrsta uppgjöri vegna viðmiðunartímabilsins desember 2023 til desember 2024.

21.08.2025

Umsögn FÍN varðandi sameiningu starfsemi Skipulagsstofnunar og HMS

Eitt af meginhlutverkum FÍN er að gæta hagsmuna félagsfólk í réttindamálum. FÍN hefur einsett sér að veita umsagnir um mál sem snerta félagsfólk og hafa áhrif á störf þess.

29.07.2025

Skrifstofa FÍN lokuð til 8. ágúst

Við erum farin í smá sumarfrí og skrifstofan verður lokuð til og með 8. ágúst.

18.07.2025

Kjarasamningur FÍN og RML samþykktur

Niðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning FÍN og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. sem gildir frá 1. júní 2025 og til og með 31. desember 2028.

08.07.2025

Kjarasamningur undirritaður við RML

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og FÍN - Félags íslenskra náttúrufræðinga. Samningurinn byggir á fyrri samningi þessara aðila frá 2022.

02.07.2025

Viðauki við stofnanasamning Landbúnaðarháskóla Íslands undirritaður

Undirritaður hefur verið viðauki við stofnanasamning milli FÍN og Landbúnaðarháskóla Íslands.

03.06.2025

Kjarasamningur undirritaður við Samtök atvinnulífsins!

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins og FÍN- Félags íslenskra náttúrufræðinga.  Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi frá árinu 2021. Samninginn má skoða hér. Félagsfólk FÍN er hvatt til að kynna sér samninginn gaumgæfilega.

15.05.2025

Skrifstofa FÍN lokuð í dag, 15. maí

Skrifstofa FÍN verður lokuð í dag, fimmtudaginn 15. maí, þar sem aðalfundur BHM er haldinn í dag og erum við því vant við látin þar við aðalfundarstörf í allan dag. Það er að sjálfsögðu hægt að senda okkur póst á fin@fin.is og við verðum í bandi!

08.05.2025

Blundar í þér ljósmyndari?

Kæru félagar, til sjávar jafnt sem sveita. Í ár fagnar FÍN 70 ára afmæli og þá verður nýrri vefsíðu hleypt af stokkunum á næstunni. Það er því nóg um að vera og margt sem þarf að skreyta með fallegum myndum.

11.04.2025

Stofnanasamningur við MAST undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Matvælastofnunar (MAST). Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Samningurinn hefur verið vistaður hér á vefnum og er aðgengilegur hér ásamt öðrum stofnanasamningum.


24.03.2025

FÍN og Líffræðifélag Íslands í samstarf

Á dögunum var skrifað undir það sem kalla mætti sögulega samstarfsyfirlýsingu þegar fulltrúar FÍN og Líffræðifélags Íslands skrifuðu undir formlega samstarfsyfirlýsingu. FÍN hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við fagfélög en þetta er í fyrsta sinn sem skrifað er undir formlega samstarfsyfirlýsingu við slíkt félag.

19.03.2025

Aðalfundur FÍN 2025

Aðalfundur FÍN verður haldinn þann 27. mars 2025, kl. 17:00 að Borgartúni 27, 2. hæð. Fundurinn

verður einnig í fjarfundarformi fyrir þau sem þess óska.

14.03.2025

Næsta skref starfsmats hjá Reykjavíkurborg

Á fundi Starfsmatsnefndar Reykjavíkur þann 11. mars síðastliðinn var mat á starfinu USK.2674.deildarstjóri samþykkt.

13.03.2025

Óskað eftir umsóknum um styrki í Vinnuverndarsjóð

Vinnueftirlitið óskar eftir umsóknum um styrki í Vinnuverndarsjóð. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði.

05.03.2025

Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Líffræðifélagsins

Opið er nú fyrir Könnuðarstyrk Líffræðifélags Íslands og Les Amis de Jean Baptiste Charcot.
Styrkurinn er ætlaður meðlimum Líffræðifélagsins sem eru nemendur á framhaldsstigi í líffræði eða skyldum greinum við íslenska háskóla.

27.02.2025

Uppfærð reiknivél fyrir sjálfstætt starfandi

Greinagóðar upplýsingar og reiknivél á vef BHM sem nýtast öllum sjálfstætt starfandi einstaklingum sem vilja hafa allt sitt á hreinu.

19.02.2025

Innleiðing starfa félagsfólks FÍN inn í starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar


Innleiðing starfsmats hefur staðið yfir frá því að félagsfólk samþykkti inngöngu í starfsmat haustið 2021. Nú er búið að ganga frá mati á fyrstu störfunum og gildir matið á þessum störfum afturvirkt til 1. janúar 2022.


Á fundi Starfsmatsnefndar Reykjavíkur þann 11.2.2025 var gengið frá mati á eftirtöldum störfum:

14.02.2025

Kjarasamningur FÍN og SFV samþykktur

Niðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) sem gildir frá 1. apríl 2024 og til og 31. mars 2028.

Kosningaþátttaka var 85,71% og var samningurinn samþykktur með rúmlega 83% greiddra atkvæða.

Í samræmi við ofangreindar niðurstöður tilkynnist hér með að kjarasamningur FÍN og SFV er samþykktur.

Samninginn má lesa með því að smella hér.

04.02.2025

Kjarasamningur undirritaður við SFV

FÍN gekk í dag frá undirritun kjarasamnings við SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) og verður hann kynntur félagsfólki á fjarfundi á föstudaginn 7. febrúar klukkan 10:30. Slóð á fundinn hefur verið send félagsfólki í tölvupósti.

Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn ásamt öllum viðeigandi fundargögnum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst strax að loknum fundi og mun félagsfólk fá sendan kosningahlekk en ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is og óska eftir honum.

Kosningin mun standa til klukkan 11:00 þann 14. febrúar nk.

Við hvetjum allt félagsfólk sem á aðild að þessum samningi og kosningarétt til að mæta á kynningarfundinn og taka þátt í kosningunni.

04.02.2025

Ný námskeið fyrir félagsfólk aðildarfélaga BHM

Starfsþróunarsetur háskólamanna, f.h. BHM, og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem fólki í aðildarfélögum BHM býðst að sækja tíu námskeið hjá Endurmenntun HÍ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.

21.01.2025

Janúarfréttabréf FÍN komið út

Nýjasta tölublað fréttabréfs FÍN kom út í gær og var sent á póstlista félagsins.

20.01.2025

Kjarasamningur FÍN og Reykjavíkurborgar samþykktur

Niðurstöður liggja fyrir um atkvæðagreiðslu um framlengingu á kjarasamningi FÍN og Reykjavíkurborgar sem gildir frá 1. apríl 2024 og til og með 31. mars 2028.

Alls voru 71 á kjörskrá og var þátttaka 67,61%.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

  • Alls samþykktu 45 aðilar kjarasamninginn eða 93,75%
  • Alls höfnuðu 3 aðilar kjarasamningnum eða 6,25%
Í samræmi við ofangreindar niðurstöður tilkynnist hér með að kjarasamningur FÍN og Reykjavíkurborgar er samþykktur.

Samninginn má lesa hér.

14.01.2025

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

FÍN gekk í dag frá undirritun kjarasamnings við Reykjavíkurborg og verður hann kynntur félagsfólki á fjarfundi á morgun, 15. janúar, kl. 14:00. Slóð á fundinn hefur verið send í tölvupósti til félagsfólks.

Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn ásamt öllum viðeigandi fundargögnum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst strax að loknum fundi og mun félagsfólk fá sendan kosningahlekk en ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is og óska eftir honum.

Kosningin mun standa til klukkan 11:00 þann 20. janúar.

Við hvetjum allt félagsfólk sem á aðild að þessum samningi og kosningarétt til að fjölmenna á kynningarfundinn og taka þátt í kosningunni.

09.01.2025

Kjarasamningur FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykktur

Niðurstöður liggja úr atkvæðagreiðslu um framlengingu á kjarasamningi FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gildir frá 1. apríl 2024 og til og með 31. mars 2028.

Alls voru 77 á kjörskrá og var þátttaka 51,95%.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

  • Alls samþykktu 34 aðilar kjarasamninginn eða 85%
  • Alls höfnuðu 6 aðilar kjarasamningnum eða 15%

Í samræmi við ofangreindar niðurstöður tilkynnist hér með að kjarasamningur FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga er samþykktur.

Samninginn má lesa hér

1 2 3 ... 5