Félag íslenskra náttúrufræðinga og Líf og sál sálfræðistofa ehf. (L&S) hafa gert samning um þjónustu fyrir félagsfólk FÍN hefur verið atvinnulaust í 12 mánuði eða lengur. Um er að ræða sex viðtöl hjá sálfræðingi hjá L&S. Tilgangur viðtalanna er að byggja upp einstakling í erfiðum aðstæðum, sem vill auka sjálfstraust og eldmóð sinn. Einnig er markmiðið að veita honum aðstoð við að takast á við neikvæðar tilfinningar og mótbyr sem fylgir því að vera atvinnulaus. Rauði þráður viðtalanna er að setja markmið sem miða að því að finna starf sem hentar viðkomandi og hans menntun og að aðstoða við að útbúa áætlun um það. Viðtölin eru aðlöguð að þörfum hvers einstaklings en unnið er með eftirfarandi þætti:
Daglegt líf:
- Hvernig er andleg líðan og hver eru viðhorf til aðstæðnanna?
- Hvernig á að takast á við neikvæðar tilfinningar og mótbyr?
- Hvernig á að gefa daglega lífinu jákvætt innihald?
Greining á hæfni, þekkingu og eiginleikum einstaklingsins:
- Farið yfir ferilskrána og farið yfir styrkleika og veikleika einstaklingsins
- Greindir eiginleikar til að vinna með og hvaða eiginleika þarf að efla í fari einstaklingsins
Hver eru markmið einstaklingsins m.t.t. atvinnu
- Hvert skal stefna?
- Hvernig störf ætlar viðkomandi að einbeita sér að sækja um?
- Hvað þarf að gera til að ná þessum ð veitt t.d. varðandi samtalstækni og framkomumarkmiðum?
Hvernig á einstaklingur að standa að því að sækja um vinnu
- Farið yfir umsóknarferilinn, veitt ráð varðandi ferilskrá og kynningarbréf og önnur gögn
- Hvað þarf að gera til að auka hæfni sína í atvinnuviðtali, undirbúningur, góð ráð.
Að lokum er unnið með þá þætti sem þarf að vinna úr eða styrkja
Félagsfólk í FÍN sem vill nýta sér þessa þjónustu þarf að fá gjafabréf frá félaginu sem er framvísaði hjá Lífi og sál. Þau sem hafa áhuga á að nýta þessa þjónustu eru beðin um að hafa samband í síma 595-5175 eða um netfangið fin@fin.is