Á bakvið nýjan vef liggur mikil vinna á bakvið tjöldin og nutum við góðrar aðstoðar sérfræðinga á sviði vefmála. Fúnksjón vefráðgjöf tók fyrstu skrefin með okkur og undirbjó jarðveginn og Stefna Hugbúnaðarhús tók svo við boltanum og smíðuðu vefinn fyrir okkur. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir þeirra vinnu og erum stolt af útkomunni.
Vefurinn er nú formlega kominn í loftið og í fullri virkni en við stefnum á að bæta enn fleiri nýjungum og virkni við á næstu vikum. Fylgist með!
