Fara í efni

Fréttir

26.10.2023

Umsagnir FÍN í samráðsgátt stjórnvalda

Á undanförnum vikum hefur FÍN lagt inn umsagnir vegna mála í samráðsgátt stjórnvalda. Eitt af meginhlutverkum FÍN er að gæta hagsmuna félagsfólk í réttindamálum. FÍN hefur einsett sér að veita umsagnir um mál sem snerta félagsfólk og hafa áhrif á störf þess. Félagsfólk getur glöggvað sig á umsögnum félagsins en þær eru birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnir FÍN eru eftirfarandi:

  • Umsögn FÍN vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (sameining Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn) – mál nr. 166/2023
  • Umsögn FÍN vegna fyrirhugaðrar sameiningar fimm stofnana umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis í tvær stofnanir – mál nr. 168/2023
  • Umsögn FÍN vegna draga að reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um störf forstöðumanna - Mál nr. 178/2023
  • Umsögn FÍN vegna draga að reglum um starfslokasamninga – mál nr. 176/2023
23.10.2023

Skrifstofa FÍN lokuð 24. okt.

Skrifstofa FÍN verður lokuð þriðjudaginn 24. október vegna allsherjarverkfalls. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður störf, er þar átt við launuð störf og ólaunuð. Hægt er að kynna sér nánari upplýsingar á vef Kvennaverkfallsins.
09.10.2023

Kallarðu þetta jafnrétti?

Boðað er til kvennaverkfalls 24. október 2023. BHM er eitt þeirra samtaka sem tekur þátt í aðgerðum á kvennafrídaginn. Samstöðufundir verða einnig haldnir um allt land, frekari upplýsingar má finna hér. Þau sem ekki sjá sér fært að mæta á samstöðufundinn eru hvött til að sýna samstöðu með öðrum hætti undir myllumerkinu #kvennaverkfall.

28.09.2023

Reglubreytingar hjá Starfsmenntunarsjóði BHM

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur samþykkt reglubreytingar sem hafa þegar tekið gildi. Hámarksstykur hækkar úr 120.000 í 160.000 kr. miðað við mánaðarlegt iðgjald. Þeir sjóðfélagar sem höfðu fullnýtt styrk sinn fyrir reglubreytinguna en eru með umfram kostnað (og undir 12 mánuðir eru frá lokum verkefni) geta sótt um styrk fyrir núverandi eftirstöðvum. Hægt er að kynna sér reglubreytingar hér.

19.09.2023

Ert þú á póstlista Orlofssjóðs BHM?

FÍN hvetur allt félagsfólk til að skrá sig á póstlista Orlofssjóðs BHM þar sem öllum mikilvægum upplýsingum um sjóðinn er miðlað. Á Facebook síðu sjóðsins er einnig oft auglýst þar sem losnar með stuttum fyrirvara. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á sjodir@bhm.is

19.09.2023

Breytingar LSR og áhrif á réttindi sjóðfélaga

Vegna fyrirspurna frá félagsfólki um nýlegar breytingar á samþykktum LSR og áhrif þeirra á réttindi sjóðfélaga. Athygli er vakin á upptöku LSR af sjóðfélagafundi sem haldinn var í vor þar sem farið var yfir áhrif breytinga á réttindi og ávinnslu. Upptaka af kynningunni er aðgengilega á vef LSR. Einnig er bent á upptöku af námskeiði um þetta  efni á fræðsluvef BHM.

16.08.2023

Trúnaðarlæknir á vinnustað

Fyrir liggur, samkvæmt dómi Landsréttar í júní sl., að starfsfólki ber ekki skylda til að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni að kröfu vinnuveitanda eða að kröfu trúnaðarlæknis.

Telji trúnaðarlæknir að framkvæma þurfi frekari rannsóknir á veikindum starfsmanns þá þarf trúnaðarlæknir að snúa sér til læknis starfsmanns og óska eftir því að hann framkvæmi þær rannsóknir á starfsmanni sem trúnaðarlæknir telur nauðsynlegar.

Félagsdómur frá því í nóvember 2022 hafði fordæmisgildi í niðurstöðu Landsréttar.

Sjá nánar dóm Landsréttar í júní 2023.

Sjá nánar dóm Félagsdóms í nóvember 2022.

14.08.2023

Líkamsræktarstyrkir

Félagsfólki er bent á að félagar eiga rétt á styrkjum vegna líkamsræktar eða íþróttaiðkunar. Kaup á tækjum og/eða öðrum útbúnaði til heilsuræktar er ekki styrkhæfur. Hægt er að kynna sér alla styrki á mínum síðum á bhm.is

30.06.2023

Sumarlokanir í júlí og ágúst!

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá og með 24. júlí til og með 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks og fámennt verður á skrifstofunni frá og með 12. júlí. Við bendum félagsmönnum okkar á að senda tölvupóst á netfangið fin@bhm.is og við munum svara eins fljótt og kostur er ykkar erindum. Ef óskað er eftir viðtali á staðnum þá vinsamlegast pantið viðtalstíma.

23.06.2023

Skrifstofa FÍN lokuð

Skrifstofa FÍN verður lokuð á mánudaginn 26. júní og þriðjudaginn 27. júní vegna sumarleyfa. 

Utan þess er símatími á milli kl. 13 og 14 á mánudögum og miðvikudögum og milli kl. 11 og 12 á þriðjudögum og fimmtudögum, lokað er á föstudögum. Ef þið viljð ná sambandi við okkur utan þessa tíma vinsamlegast sendið okkur skilaboð um netfangið fin@bhm.is .

14.06.2023

Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur!

Niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir um samkomulag um breytingar og framlenginu á kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Á kjörskrá voru: 77

Fjöldi atkvæða: 39 (50,65%)

Fjöldi sem samþykktir kjarasamninginn: 37 (94,87%)

Fjöldi sem hafnaði kjarasamningnum: 2 (5,13%)

Samningurinn skoðast því samþykktur!

12.06.2023

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FÍN og SNS

Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag. Félagsfólk kýs með því að opna þennan hlekk: http://www.bhm.is/kosning

Atkvæðagreiðslan er þegar hafin og stendur hún til kl. 10.00 þann 14. júní.

Athugið að til að kjósa þarf viðkomandi að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða íslandslykli. Leiðbeiningar um rafræna atkvæðagreiðslu eru í viðhengi.


Ef einhver er í vandræðum með að kjósa er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is.


09.06.2023

Kjarasamningur undirritaður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu!

Félag íslenskra náttúrfræðinga hefur undirritað kjarasamning við SFV. Það var gert í tveimur þrepum, annars vegar tengisamning við núgildandi kjarasamning, ásamt viðbótum, viðaukum og bókunum, er önnur aðildarfélög BHM hafa gert við SFV og tekur hann gildi 31. mars 2023. Hins vegar var undirritaður framlenging og breyting á fyrrgreindum samningi með gildistíma frá 1. apríl 2023.

Síðari kjarasamningurinn fer í kosningu meðal félagsfólks FÍN er starfar fyrir aðildarfyrirtæki SFV og hefst sú kosning kl: 12:00 mánudaginn 12. júní og mun standa til 12:00 föstudaginn 16. júní. Við munum senda út frekari upplýsingar er varðar kosninguna strax eftir helgi. 

06.06.2023

Kjarasamningur undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga!

FÍN hefur gengið frá undirritun kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga sem mun taka gildi 1. apríl 2023 og gilda í 12 mánuði, eða til 31. mars 2024. Um er að ræða skammtímasamning ásamt verkáætlun sem unnin verður á samningstímabilinu. Ramminn að launahækkunum kjarasamningsins var unninn á borði heildarbandalaga á opinbera markaðinum og ánægjulegt var að geta lokið við gerð rammans áður en fyrri samningar runnu út.

Einungis var samið um launalið, desember- og orlofsuppbót en aðrir liðir verða ræddir á samningstímabilinu. FÍN mun halda kynningarfund á morgun kl. 13:00 og verður hann á TEAMS.

Fyrirkomulag atkvæðagreiðslu verður kynnt á morgun.

Félagsfólki hefur verið sendur kjarasamningur og fundarboð í tölvupósti, ef einhver hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is

Við hvetjum sem flest til að mæta á fundinn á morgun kl. 13:00

02.06.2023

Lág félagsgjöld og öflug þjónusta!

Á síðasta aðalfundi FÍN var ákveðið að áfram yrðu félagsgjöld félagsins 0,65% af launum í samræmi við síðasta ár. Félagið hefur lagt áherslu á að halda félagsgjöldum lágum og háu þjónustustigi. FÍN er öflugur bakhjarl félagsmanna og aðili að BHM. Hægt er að skrá sig í félagið hér. Félagið er opið öllum þeim lokið hafa háskólanámi eða eru í námi.

31.05.2023

Staðan á kjarasamningi FÍN og SNS

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) átti fund í dag með Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) í dag og aðilar náðu, því miður, ekki að ganga frá samningi sín á milli. Næsti fundur er boðaður í næstu viku. Það ber ekki mikið á milli aðila en það eru ákveðin atriði sem þarf að leiða til lykta svo hægt sé að ganga frá undirritun kjarasamnings. Við vonum að við höfum frekari fregnir handa okkar félagsmönnum í næstu viku.
30.05.2023

Breytingar á verklagsreglum OBHM

Breytingar hafa verið gerðar á Verklagsreglum OBHM varðandi ævigjald sem taka gildi 1.janúar 2024.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

• Ævisjóðfélagar geta ekki sótt um á úthlutunartímabilum (páskar og sumar) og eru ekki í forgangsbókun þegar það opnar fyrir þá sem fengu synjað eða hættu við úthlutaða bókun. Ævisjóðfélagar geta þó bókað þegar það opnar fyrir alla og bókað það sem afbókast á þessum tímabilum. ATH þessi breyting á við um alla sem greitt hafa ævigjald og þá sem munu greiða ævigjaldið.

• Sjóðfélagi hefur 24 mán eftir að hafa lokið störfum til þess að óska eftir ævigjaldi (frá því að síðustu iðgjaldagreiðslur bárust).

Þeir sem greitt hafa ævigjaldið eftir 1.janúar 2022 en hafa ekki nýtt sér orlofssjóðinn að neinu leyti síðan (þ.e. bókað bústað, keypt gjafabréf, kort eða Ferðaávísun) geta ef þeir vilja óskað eftir endurgreiðslu á ævigjaldinu með því að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is.

Hægt er að kynna sér frekar reglur á bhm.is

24.05.2023

Afmælisráðstefna VIRK

15 ára afmælisráðstefna VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldin í Hörpu miðvikudaginn 31. maí.

Á ráðstefnunni verður áhersla verður lögð á að auðvelda endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og stofnanir geti gert til þess að auðvelda það ferli.

Ráðstefnan er öllum opin og fer að hluta fram á ensku. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér.

28.04.2023

1. maí!

Opið hús verður í húsakynnum BHM í Borgartúni 6 fyrir félaga í aðildarfélögum BHM. Þar verður boðið upp á kaffi og hamborgara frá Gastro Truck milli 11.30 og 12.30. Að því loknu verður en gengið fylktu liði á Skólavörðuholt þar sem kröfugangan hefst. Gengið verður niður Skólavörðustíg í fyrsta sinn í ár.

Útifundur verður á Ingólfstorgi venju samkvæmt.

26.04.2023

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur!

Niðurstaða atkvæðagreiðslu liggur fyrir um samkomulag um breytingar og framlenginu á kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og Reykjavíkurborgar með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Á kjörskrá voru: 68

Fjöldi atkvæða: 45 (66,18%)

Fjöldi sem samþykktir kjarasamninginn: 45 (100%)

Fjöldi sem hafnaði kjarasamningnum: 0 (0%)

Samningurinn skoðast því samþykktur!

25.04.2023

Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings FÍN og Reykjavíkurborgar!

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Reykjavíkurborgar hefst í dag. Félagsfólk kýs með því að opna þennan hlekk: http://www.bhm.is/kosning

Atkvæðagreiðslan hefst kl 12:00 þann 25. apríl og lýkur kl. 10.00 þann 26. apríl.

Athugið að til að kjósa þarf viðkomandi að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða íslandslykli. Félagsfólk hefur einnig fengið upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sendar í tölvupósti.

Á kjörskrá er allt félagsfólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg og hefur fulla aðild að félaginu. Þau sem ekki hafa sótt um fulla aðild geta gert það hér, athugið að skila þarf prófgráðu til félagsins til að öðlast fulla aðild: Umsókn um aðild að FÍN | Umsókn um aðild | Félag íslenskra náttúrufræðinga (fin.is)

Ef einhver er í vandræðum með að kjósa eða hefur ekki fengið tölvupóst frá félaginu er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is.

24.04.2023

Kjarasamningur undirritaður við Reykjavíkurborg!

FÍN hefur gengið frá undirritun kjarasamnings við Reykjavíkurborg sem mun taka gildi 1. apríl 2023 og gilda í 12 mánuði, eða til 31. mars 2024. Um er að ræða skammtímasamning ásamt verkáætlun sem unnin verður á samningstímabilinu. Ramminn að launahækkunum kjarasamningsins var unninn á borði heildarbandalaga á opinbera markaðinum og ánægjulegt var að geta lokið við gerð rammans áður en fyrri samningar runnu út.

Einungis var samið um launalið, desember- og orlofsuppbót en aðrir liðir verða ræddir á samningstímabilinu. FÍN mun halda kynningarfund á morgun kl. 12:00 og verður hann á TEAMS.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun hefjast á morgun kl. 12:00 þann 25. apríl nk. og ljúka kl. 10:00 þann 26. apríl 2023. Kjarasamningurinn er meðfylgjandi, en glærur af kynningarfundi verða sendar félagsfólki eftir kynningarfundinn 25. apríl ásamt hlekk á upptöku af kynningarfundinum.

Félagsfólki hefur verið sendur kjarasamningur og fundarboð í tölvupósti, ef einhver hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is

Við hvetjum sem flest til að mæta á fundinn á morgun kl. 12:00

20.04.2023

Kjarasamningur FÍN og ríkisins samþykktur

Atkvæðagreiðsla liggur fyrir um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Á kjörskrá voru: 725

Fjöldi atkvæða: 308

Fjöldi sem samþykktir kjarasamninginn: 297 (96,43%)

Fjöldi sem hafnaði kjarasamningnum: 11 (3,57%)

Samningurinn skoðast því samþykktur.

17.04.2023

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings FÍN og ríkisins

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Fjármála og efnahagsráðherra hefst í dag. Félagsfólk kýs með því að opna þennan hlekk: http://www.bhm.is/kosning

Atkvæðagreiðslan hefst kl 12:00 þann 17. apríl og lýkur kl. 10.00 þann 20. apríl.

Athugið að til að kjósa þarf viðkomandi að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða íslandslykli. Félagsfólk hefur einnig fengið upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sendar í tölvupósti.

Á kjörskrá er allt félagsfólk sem starfar hjá ríkinu og hefur fulla aðild að félaginu. Þau sem ekki hafa sótt um fulla aðild geta gert það hér, athugið að skila þarf prófgráðu til félagsins til að öðlast fulla aðild: Umsókn um aðild að FÍN | Umsókn um aðild | Félag íslenskra náttúrufræðinga (fin.is)

Ef einhver er í vandræðum með að kjósa eða hefur ekki fengið tölvupóst frá félaginu er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is.

04.04.2023

FÍN undirritar kjarasamning við ríkið!

FÍN hefur gengið frá undirritun kjarasamnings við ríkið sem mun taka gildi 1. apríl 2023 og gilda í 12 mánuði. Um er að ræða skammtímasamning ásamt verkáætlun sem unnin verður á samningstímabilinu. Ramminn að launahækkunum kjarasamningsins var unninn á borði heildarbandalaga á opinbera markaðinum og ánægjulegt var að geta lokið við gerð rammans áður en fyrri samningar runnu út. 

Einungis var samið um launalið, desember- og orlofsuppbót en aðrir liðir verða ræddir á samningstímabilinu. FÍN mun halda tvo kynningarfundi á Teams, 11. apríl kl. 13:00 og 17. apríl kl. 10:00.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun hefjast á hádegi þann 17. apríl nk. og ljúka kl. 10:00 þann 20. apríl 2023. Kjarasamningurinn verður sendur félagsmönnum eftir kynningarfundinn 11. apríl ásamt hlekk á upptöku af kynningarfundinum.

Enn er unnið að gerð kjarasamnings við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga en þeir samningar verða ekki kláraðir fyrir páska.

Við óskum félagsmönnum gleðilegrar páskahátíðar. 

28.03.2023

Minnum á skráningu á aðalfund FÍN 30. mars nk.

Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á aðalfund  FÍN sem haldinn verður þann 30. mars 2023 kl. 17:30 að Borgartúni 6, 4. hæð.

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári - Sjá nánar í aðalfundarboði
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess - Sjá nánar í aðalfundarboði
3. Tillögur um lagabreytingar - Sjá nánar í aðalfundarboði
4. Ákvörðun um félagsgjöld - Engin tillaga um breytingu á félagsgjöldum
5. Stjórnarkjör - Sjálfkjörið
6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs - Sjálfkjörið
7. Kosning siðanefndar - Sjálfkjörið
8. Önnur mál

Aðalfundarboð hefur verið sent ásamt fundargögnum á netföng félagsmanna ásamt link þar sem óskað er eftir að félagsmenn skrái mætingu á fundinn svo auðveldara sé að áætla veitingar, en léttar veitingar verða í boði.

28.03.2023

Áríðandi! - Breyting á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM


Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins sem taka gildi frá og með 1. apríl 2023.

Líkt og áður hefur verið rakið voru útgjöld sjóðsins og ásókn í sjúkradagpeninga síðastliðið ár langt umfram svartsýnustu spár. Af þeim sökum ákvað stjórn að frá og með 1. maí 2022 yrðu sjúkradagpeningar ekki greiddir lengur en í 6 mánuði í stað 8 áður. Frá 15. nóvember 2022 var svo stigið annað skref til að rétta frekar úr halla sjóðsins og sjúkradagpeningar þaðan af greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða.

Þó jákvæðra áhrifa þessa breytinga á fjárhagsstöðu sjóðsins sé farið að gæta er ljóst að þær munu ekki duga til að rétta við hallarekstur sjóðsins. Stjórn hefur farið rækilega yfir þær leiðir sem eru færar, með skyldur sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá að leiðarljósi og þau útgjöld sem hver styrkflokkur sjóðsins felur í sér.

Er það því ákvörðun stjórnar að fella niður styrk vegna gleraugnakaupa og augnaðgerða, sem og styrk vegna tannviðgerða. Þá lækkar upphæð fæðingarstyrks í 175.000 kr. úr 200.000 kr.

Þessar breytingar mæta þeirri þörf sem fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir.

Allar umsóknir sem berast frá og með 1. apríl munu því taka mið af þeim reglum sem þessar breytingar fela í sér.

Sé barn fætt fyrir 1. apríl 2023 þarf umsókn um fæðingarstyrk að berast fyrir 1. apríl svo fæðingarstyrkur verði 200.000 kr.

21.03.2023

Samkomulag um frestun á niðurfellingu orlofsdaga

Samkomulag hefur náðst um frestun á niðurfellingu orlofsdaga við ríkið, sveitarfélög og Reykjavíkurborg og fór tilkynning þess efnis til stjórnenda í morgun.  Sjá nánar tilkynningar vinnuveitenda hér fyrir neðan:

20.03.2023

Aðalfundur FÍN 30. mars nk.

Aðalfundur FÍN verður haldinn 30. mars 2023 kl. 17:30 að Borgartúni 6, 4. hæð.

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári - Sjá nánar í aðalfundarboði
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess - Sjá nánar í aðalfundarboði
3. Tillögur um lagabreytingar - Sjá nánar í aðalfundarboði
4. Ákvörðun um félagsgjöld - Engin tillaga um breytingu á félagsgjöldum
5. Stjórnarkjör - Sjálfkjörið
6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs - Sjálfkjörið
7. Kosning siðanefndar - Sjálfkjörið
8. Önnur mál

Aðalfundarboð ásamt fundargögnum verða send út á netföng félagsmanna þann 21. mars 2023, ásamt link þar sem óskað verður eftir því  að félagsmenni skrái mætingu á fundinn svo auðveldara sé að áætla veitingar, en léttar veitingar verða í boði. Aðalfundarboðið er hér.

08.03.2023

Opnað fyrir sumarumsóknir hjá Orlofssjóði BHM

Opnað hefur verið fyrir sumarumsóknir. Hægt er að skila inn umsóknum til og með 22.mars. Það skiptir ekki máli hvenær á þessu tímabili umsóknum er skilað inn. Hægt er að senda inn 2 umsóknir, annars vegar eftir hlutkesti og hinsvegar eftir punktastöðu. Við hvetjum allt félagsfólk til að kynna sér málin á bhm.is