Fara í efni

Lög FÍN

1. gr. Almennt

Félagið heitir Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og á ensku The Union of Natural Scientists in Iceland. Félagssvæði þess er landið allt. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 

2

2. gr. Hlutverk

Félagið er stéttarfélag og vill ávallt vera fyrsti valkostur háskólamenntaðra einstaklinga. Hlutverk þess er:

  1. Að standa vörð um og vinna að bættum kjörum og kjarasamningsbundnum réttindum félagsfólks óháð uppruna þeirra.
  2. Að gera kjarasamning fyrir félagsfólk sitt, hvort heldur er á almennum markaði eða hjá hinu opinbera.
  3. Að tryggja aðgengi félagsfólks að upplýsingum um réttindi og kjör sín og aðra hagsmuni sem tengjast félaginu.
  4. Að vinna að því að bæta réttarstöðu sjálfstætt starfandi sérfræðinga og efla samkeppnishæfni þeirra.
  5. Að stuðla að samvinnu, samheldni og góðri fagþekkingu félagsfólks í gegnum fagfélög þess og að kynna fyrir almenningi mikilvægi starfa félagsfólks.
  6. Að kynna félagið fyrir verðandi/mögulegu félagsfólki og vinna að tengslum við hagsmunafélög.
  7. Að stuðla að og standa vörð um öflugt sjóðakerfi fyrir félagsfólk þvert á markaði.
  8. Að stuðla að sterku trúnaðarmannakerfi á vinnustöðum og miðla fræðslu til félagsfólks.