Fara í efni

Starfsmenntunarsjóður og starfsþróunarsetur

Félagsfólk í FÍN getur átt aðild að tveimur sjóðum hjá BHM sem styrkja símenntun, námskeið og starfsþróun. Starfsmenntunarsjóður BHM veitir styrki til símenntunar og viðbótarmenntunar. Starfsþróunarsetur BHM styrkir verkefni á sviði starfsþróunar.

Starfsmenntunar-sjóður BHM

Starfsmenntunarsjóði BHM er ætlað að tryggja fjárhagslegan grundvöll símenntunar og endurhæfingarnáms hjá sjóðsfélögum í tengslum við störf þeirra.  

Til þess að eiga rétt til styrks úr sjóðnum þurfa greiðslur frá vinnuveitanda með sjóðsaðild að hafa borist í sjóðinn í 6 mánuði samfellt og félagsmaður má ekki hafa hlotið hámarksfyrirgreiðslu sl. 2 ár. Hámarksstyrkur er 160.000 kr., miðað við fullan rétt í sjóðnum, á 24 mánaða fljótandi tímabili.

Hvað er styrkt?

Sjóðurinn veitir styrki til náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og fræðslu- og kynnisferða innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.

Nánari upplýsingar um Starfsmenntunarsjóð BHM og úthlutunarreglur má finna á vefsvæði sjóðsins.

Starfsþróunarsetur  BHM var sett á lagginar í janúar 2012 og er ætlað að styrkja verkefni á sviði starfsþróunar fyrir félagsmenn. Hámarksstyrkur úr sjóðnum, miðað við fullan rétt, er 600.000 kr. á 24 mánaða tímabili.

Tilgangur Starfsþróunarsetursins

Að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna BHM sem starfa hjá ríkinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína og veita þeim tækifæri til að þróa faglega hæfni og viðhalda þannig verðgildi sínu á vinnumarkaði.

Hverjir geta sótt um styrk?

Rétt til að sækja um styrki til Starfsþróunarsetursins hafa stofnanir, aðildarfélög BHM sem eiga aðild að setrinu, félagsmenn (einstaklingar) sem greidd eru iðgjöld fyrir til setursins og samningsaðilar.    

Nánari upplýsingar um Starfsþróunarsetur BHM og úthlutunarreglur má finna á vefsvæði þess.