Samstarfið fór fjörlega af stað en eftir undirritun fóru vinnubúðir Næringarfræðafélags fram hér í Borgartúninu þar sem góður hópur næringarfræðinga mætti og stillti saman strengi fyrir árið 2026 og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Það voru þeir Þorkell Heiðarsson, formaður FÍN, og Guðmundur Gaukur Vigfússon, formaður Næringarfræðafélag Íslands, sem skrifuðu undir yfirlýsinguna fyrir hönd félaganna og innsigluðu með handabandi.

