Niðurstaða nefndarinnar er að launatöfluauki virkist í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við félög innan BHM og BSRB sem uppfylla ákveðnar forsendur. Launatöflur FÍN hjá ríkinu hækka því um 1,24% frá og með 1. september 2025, hækkunin kemur því til útgreiðslu 1. október næstkomandi.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um framkvæmd þessarar hækkunar sendu okkur endilega línu á fin@fin.is.
