Þjónusta
Félagið er stéttarfélag fyrir þá sem hafa lokið bakkalárprófi eða ígildi þess frá viðurkenndum háskóla.
Félaginu er umhugað um að veita sem besta þjónustu og býður m.a. upp á hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála, túlkun á samningum og ráðgjöf í ágreiningsmálum.
Síma-og viðverutími á skrifstofu FÍN er sem hér segir:
Mánudaga og miðvikudaga frá kl. 13:00 til 14:00 Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11:00 til 12:00 Skrifstofan er lokuð á föstudögum.
Utan þessa tíma er fylgst með tölvupóstum á netfangi félagsins fin@fin.is.
Óskir þú eftir viðtali við okkur utan þessa síma- og viðverutíma þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangið fin@fin.is og við funnum hentugan fundartíma með þér.
Þjónusta við félagsmenn
Þjónustustig félagsins er háð því hvort um sé að ræða virka eða óvirka félagsmenn. Virkir félagsmenn hafa greitt félagsgjöld til félagsins síðustu 6 mánuði. Óvirkir félagsmenn hafa ekki greitt til félagsins síðustu 6 mánuði og ekki sagt sig úr félaginu.
Félagið veitir virkum félagsmönnum þjónustu m.a:
- Ráðgjöf vegna kjara- og réttindamála.
- Ráðgjöf vegna ráðningarsamninga.
- Upplýsingar varðandi launakjör og launaþróun.
- Fræðslu frá formanni út á stofnunum/fyrirtækjum þar sem félagsmenn starfa.
- Lögfræðiþjónustu á sviði vinnuréttar.
- Aðstoð við lausn ágreiningsmála á vinnustað.
- Ráðgjöf til félagsmanna í atvinnuleit og styrki til atvinnulausra félagsmanna.
- Félagið er talsmaður/fulltrúi félagsmanna í einstaklingsmálum, ef óskað er eftir.
- Félagið gerir kjarasamninga fyrir félagsmenn hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði.
- Aðgang að sjóðum BHM (sjúkrasjóðir, orlofssjóður, starfsmenntasjóðir).
- Aðgang að orlofshúsum OBHM.
- Styrki úr Vísindasjóð FÍN (félagsmenn hjá sveitarfélögum).