Fara í efni

Fyrir launagreiðendur

Frá og með 1. apríl 2021 lækkaði félagagjald FÍN úr 0,7% af heildarlaunum niður í 0,65% af
heildarlaunum, en ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins 25. mars 2021.

Iðgjaldagreiðslur til Félags íslenskra náttúrufræðinga (674) og í sjóði geta verið mismunandi eftir því hvaða kjarasamningur gildir um viðkomandi launþega:

Tegund/Sjóður Iðgjald
Félagsgjald FÍN 0,65% af heildarlaunum
Orlofssjóður BHM 0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22% af heildarlaunum
Styrktarsjóður BHM 0,75% af heildarlaunum
Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum
Sérstakt iðgjald skv.bókun 1 0,1% af heildarlaunum

Framlag Virk, starfsendurhæfingarsjóðs er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af LSR.

Tegund/Sjóður Iðgjald
Félagsgjald FÍN 0,65% af heildarlaunum
Orlofssjóður BHM 0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22% af heildarlaunum
Styrktarsjóður BHM 0,75% af heildarlaunum
Vísindasjóður FÍN 1,5% af dagvinnulaunum
Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum*

Framlag Virk, starfsendurhæfingarsjóðs er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.

*Iðgjald í Starfsþróunarsetur háskólamanna tók gildi 1. september 2015 (þar áður var við síðustu samninga samið um iðgjald 0,1% sem var við síðustu samninga ráðstaðar til Starfsþróunarseturs háskólamanna)

Tegund/Sjóður Iðgjald
Félagsgjald FÍN 0,65% af heildarlaunum
Orlofssjóður BHM 0,25% af heildarlaunum
Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22% af föstum dagvinnulaunum
Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum
Styrktarsjóður BHM 0,75% af heildarlaunum
Vísindasjóður FÍN 1,6% af dagvinnulaunum

Framlag til Virk, starfsendurhæfingarsjóðs er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði. 

Tegund/sjóðir Iðgjald Athugassemd
Félagsgjald FÍN 0,65% af heildarlaunum
Orlofssjóður BHM 0,25% af heildarlaunum Skylduaðild að sjóðnum samkvæmt kjarasamningi SA og FÍN
Sjúkrasjóður BHM 1% af heildarlaunum Skylduaðild að sjóðnum samkvæmt kjarasamningi SA og FÍN
Starfsmenntasjóður BHM 0,22% af heildarlaunum Skylduaðild að sjóðnum samkvæmt kjarasamningi SA og FÍN
Vísindasjóður FÍN 1,5% af dagvinnulaunum Valkvætt gjald
Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum Valkvætt gjald

Framlag til Virk, starfsendurhæfingarsjóðs er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.  

Tegund/sjóðir Iðgjald Athugasemdir
Félagsgjald FÍN 0,65% af framfærslustyrknum
Orlofssjóður BHM 0,25% af framfærslustyrknum Skylduaðild
Sjúkrasjóður BHM 1% af framfærslustyrknum Skylduaðild
Starfsmenntasjóður BHM 0,22% af framfærslustyrknum Skylduaðild að sjóðnum samkvæmt kjarasamningi SA og FÍN
Vísindasjóður FÍN 1,5% af framfærslustyrknum Valkvætt gjald
Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af framfærslustyrknum Valkvætt gjald

Framlag til Virk, starfsendurhæfingasjóðs er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði. 

Skilagreinar og greiðslur

Launagreiðendum ber fyrir 10. hvers mánaðar að senda sundurliðaðar skilagreinar fyrir síðasta liðinn mánuð.

Þeir sem ekki geta skilað rafrænum skilagreinum í gegnum bókhaldkerfi geta slegið inn upplýsingar í sérútbúið rafrænt skilagreinaform fyrir innsendingar á skilagreinum. Sjá nánar vefsíðu bókunarmiðstöðvarinnar.

Einnig má senda okkur skilagreinarnar rafrænt með eftirfarandi hætti:

Ekki þarf að setja inn notendanafn eða lykilorð þó beðið sé um það í sumum kerfum.  BHM úthlutar ekki neinum lykilorðum.

Heimilisfang fyrir skilagreinar sem berast í pósti:
Bandalag háskólamanna v/BIB
Borgartún 27
105 Reykjavík

Greiðsluleiðir

Tvær greiðsluleiðir eru mögulegar:

  • Greiða kröfur sem myndast í netbanka launagreiðanda.
  • Greiða með millifærslu inn á bankareikning BHM  0515-26-550000 kt. 630387-2569.

BHM mælir með því að kröfur séu frekar greiddar í stað millifærslu.

Ef krafa hefur ekki stofnast í netbanka getur eftirfarandi átt við:

  • skilagrein hefur ekki borist Bókunar- og innheimtumiðstöð BHM.
  • launagreiðandi hefur ávallt millifært.
     

Gjalddagi og eindagi iðgjalda

  • Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar á eftir launamánuði
  • Eindagi er síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar


Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Ef greitt er með millifærslu reiknast dráttarvextir eftirá en ef greitt er með kröfu reiknast dráttarvextir við greiðslu.