Fara í efni
12.12.2025 Fréttir

Skrifað undir stofnanasamning við Umhverfis- og orkustofnun

Á dögunum skrifaði FÍN undir stofnanasamning við Umhverfis- og orkustofnun. Samningurinn er eðli málsins samkvæmt sá fyrsti sem FÍN gerir við stofnunina enda var hún sett á laggirnar á þessu ári.

Deildu

Meðal markmiða samningsins er að Umhverfis- og orkustofnun bjóði eftirsóknarvert starfsumhverfi. Meðal annars með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Markmið er að bjóða upp á samkeppnishæf mánaðarlaun og launakerfi stofnunarinnar miðar að því með stofnanasamningum eins og þessum.

Á myndinni eru þeir Þorkell Heiðarsson, formaður FÍN, og Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis og orkustofnunar, sem handsöluðu samninginn með bros á vor. Þá ber einnig að þakka trúnaðarmönnum FÍN hjá stofnuninni fyrir þeirra framlag, þeim Kristínu Kröyer og Matthildi Báru Stefánsdóttur.

Samningurinn er aðgengilegur hér á vefnum.