Fara í efni

Fréttir

19.12.2024

Kjarasamningur undirritaður við ríkið!

FÍN hefur gengið frá undirritun kjarasamnings við ríkið sem mun taka gildi 1. apríl 2024 og gilda til 31. mars 2028. Um er að ræða kjarasamning sem er í takt við þá samninga sem stéttarfélög bæði á almennum sem og opinberum vinnumarkaði hafa samið.

Ákveðnar breytingar felast í samningnum auk hinna hefðbundnu launahækkana og hækkun á persónuuppbótum.

Það er ánægjulegt að tekist hafi verið að ná að ljúka samningi fyrir hátíðirnar. FÍN mun halda kynningarfund á Teams föstudaginn 20. desember kl: 13:00. Sá fundur verður tekinn upp og verður aðgengilegur félagsfólki í því formi. Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn 20. desember ásamt hlekk á upptöku af kynningarfundinum. Öllu félagsfólki verður sendur hlekkur á fundinn, ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun hefjast kl: 11:00 föstudaginn 20. desember og ljúka 12:00 mánudaginn 30. desember.

Við óskum félagsfólki gleðilegrar hátíðar.

Hér er hlekkur á Teams fund á morgun kl: 13:00.


19.12.2024

Skrifstofa FÍN í stutt jólafrí

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá Þorláksmessu, 23. desember og fram yfir jólahátíðina. 

18.12.2024

Our Christmas newsletter in English

Read it here!

13.12.2024

Jólafréttabréf FÍN er komið út

Fréttabréfið var sent á póstlista félagsins í gær en er einnig aðgengilegt hér á vefnum.

26.11.2024

Fundarslóðir dagsins

Hér má finna fundarslóðir fyrir félagsfundi dagsins

21.11.2024

FÍN tekur MailChimp í notkun

Á dögunum tók FÍN MailChimp í sína þjónustu og eftirleiðis mun allur fjölpóstur frá félaginu vera borinn út af þessum snjalla simpansa.

12.11.2024

Félagsfundir í lok nóvember

FÍN mun halda þrjá félagsfundi með félagsfólki í lok nóvember. Hver og einn félagsmaður með aðild að félaginu mun fá sendan fundarlink fyrir helgina* í gegnum tölvupóst eftir því sem við á:

  • Þann 26. nóvember kl. 10:00 verður fundur með félagsfólki sem starfar hjá sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg
  • Þann 26. nóvember kl. 14:00 verður fundur með félagsfólki sem starfar hjá ríkinu
  • Þann 27. nóvember kl. 11:00 verður fundur með félagsfólki sem starfar hjá Reykjavíkurborg

Til að kanna hvort þú sért með rétt netfang skráð hjá okkur eða ef þú vilt breyta netfanginu þínu þá er það gert í gegnum "Mitt stéttarfélag".

*Fundarboð mun verða sent út á þriðjudaginn kemur, 19. nóvember.

28.10.2024

Staða kjaraviðræðna

Þrátt fyrir að Félag íslenskra náttúrufræðinga hafi verið í formlegum kjaraviðræðum við opinbera launagreiðendur meira og minna allt þetta ár þá hefur ekki tekist að ná saman kjarasamningi fyrir félagsfólk FÍN.

Opinberir launagreiðendur (ríki, borg og sveit) hafa, frá upphafi, sameinast gagnvart öllum stéttarfélögum og haldið fast í ákveðnar línur í viðræðum sem fela m.a. í sér kaupmáttarrýrnun fyrir háskólamenntað starfsfólk. Á þessu ári höfum við unnið að því að finna samningsflöt í þeirri stöðu sem uppi er sem félagsfólk okkar gæti unað við.

04.10.2024

Geðheilbrigðir stjórnendur

FÍN vekur athygli á vinnustofu Starfsmenntar en markmiðið hennar er að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og að byggja upp færni og sjálfstraust meðal þeirra til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði við starfsfólk sitt.

Vinnustofan er styrkhæf fyrir félagsfólk BHM í gegnum Starfsþróunarsetur háskólamanna.

20.09.2024

Efnafræði á Íslandi – kennsla, rannsóknir og atvinnulíf

Skráning stendur yfir til 4. október, sjá nánar í þessari frétt

03.09.2024

Námskeið fyrir matsmenn

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður haldið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari mun upplýsa nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana og svara spurningum. 

23.08.2024

Mannauður er gulls ígildi

Þó forstjóri beri ábyrgðina á fyrirtækinu þá er það oft svo að háskólamenntaðir sérfræðingar bera í sameiningu hitann og þungan af verðmætasköpuninni sem verður hjá fyrirtækinu.

13.08.2024

Fundur um stöðu kjaraviðræðna

Þann 19. ágúst næstkomandi verður haldinn fundur um stöðu kjarasamninga á

 opinberum markaði.

Maríanna H. Helgadóttir formaður FÍN mun fara yfir stöðu kjaraviðræðna ásamt því að fara yfir áherslur félagsins.

Félag íslenskra náttúrufræðinga semur á opinberum markaði við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Allt félagsfólk sem starfar á opinberum markaði hefur fengið tölvupóst með hlekki á fundinn, ef einhver hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn að senda póst á fin@fin.is

05.07.2024

Kjaraviðræður - Fundur með félagsmönnum - Sumarleyfi starfsfólks - Skert þjónusta í júlí!

Vegna sumarleyfa hjá félaginu þá erum við með lágmarksmönnun í júlí og fram til 5. ágúst.  

Bakvakt verður þessa daga sem felur í sér að fylgst verður með tölvupóstum sem berast á netfangið fin@fin.is og áríðandi tölvupóstum svarað. 

Öllum tölvupóstum sem berast okkur verður svarað dagana 6. til 12. ágúst.

Félagsfólk sem þarf að ná í okkur í júlí er vinsamlegast beðið um að hafa samband við okkur um netfangið fin@fin.is og í algjörum neyðartilvikum er hægt að senda SMS skilaboð í símanúmer formanns í síma 864-9616.

Bandalag háskólamanna (BHM) lokar síðustu tvær vikurnar í júlí, en verður með bakvakt.

Öllum kjaraviðræðum félagsins hefur verið frestað fram í ágúst vegna sumarleyfa beggja megin borðs.

Þann 19. ágúst mun félagið boða til fundar með félagsfólki þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna.

Hafið það gott í sumar!

05.07.2024

Könnun FÍN 2024

Við minnum félagsfólk FíN á að svara könnun FÍN 2024, hér er hlekkur á könnunina. Könnun FÍN 2024 varðar nafn og merki félagsins annars vegar og hins vegar ýmsar spurningar sem við þurfum svör við í ljósi þess að kjarasamningar eru í gangi.

Nýlega féll hæstaréttardómur um að ferðatími sé vinnutími og því óskum við eftir að fá svör frá okkar félagsfólki tengdum þeim dómi.

Við höfum einnig vitneskju um að einhverjir vinnuveitendur hafi fyrnt orlof en mögulega er ekki samræmi á milli vinnuveitanda hvernig það hefur verið framkvæmt. Því óskum við eftir upplýsingum frá félagsfólki hvort þau hafi orðið fyrir fyrningu orlofsdaga og hvernig framkvæmdin hafi farið fram.

Það er mikilvægt að við fáum svör frá félagsfólki okkar til að vinna okkur við ofangreinda þætti geti orðið bæði góð og markviss. 

Nú þegar hafa 451 svar borist og við viljum gjarnan fá fleiri svör frá okkar félagsfólki. 

 Könnuninni verður lokað þann 22. júlí nk.

Hvetjum félagsfólk til að svara könnuninni sem allra fyrst!

30.05.2024

Þjónusta fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis

Heildarsamtök launafólks á Íslandi og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa tekið höndum saman og unnið bæði leiðbeiningar fyrir starfsfólk stéttarfélaga vegna móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis sem og greinagóðar upplýsingar fyrir þolendur.

Þolendur leita til síns stéttarfélags til að fá stuðning og ráðgjöf er varðar réttindi, lög og reglur. Fulls trúnaðar er gætt. Fulltrúi stéttarfélagsins getur síðan beint þolanda áfram til VIRK í vegvísissamtal eða önnur viðeigandi úrræði eftir þörfum. Hægt er fá nánari upplýsingar hér.

17.05.2024

Hæstiréttur Íslands staðfestir að ferðartími telst til vinnutíma

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ávallt haldið því fram að ferðatími, þ.e. sá tími sem fer í ferðir á vegum vinnuveitanda, teljist til vinnutíma og ef sá ferðartími fari umfram hefðbundinn dagvinnutíma viðkomandi þá gildi m.a. ákvæði um yfirvinnu og frítökurétt eins og með hvert annað vinnuframlag utan hefðbundins dagvinnutíma. 

Með dómi Hæstaréttar hefur túlkun FÍN verið staðfest og að hluta gengið lengra en félagið hefur haldið fram. 

Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar þá getur verið mikilvægt fyrir félagsfólk FÍN, sem sinnir eða hefur sinnt vinnuframlagi sínu utan starfsstöðvar, að skoða hvort sá ferðatími sem slíkt kallar á hafi verið talinn með vinnutíma eður ei. Getur því félagsfólk FÍN átt kröfu á sinn vinnuveitanda hafi slíkt ekki verið gert. 

Hvetjum við því félagsfólk okkar að skoða sín tilvik í ljósi dómsins og eftir atvikum gera kröfu á hendur vinnuveitanda og/eða leita til félagsins þessu tengdu.

FÍN vinnu nú að ítarlegri greiningu og upplýsingum er varðar ferðatíma og má vænta að slíkt verði birt félagsfólki von bráðar.

06.05.2024

Ársfundur LSR 2024

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir skýrslu stjórnar LSR, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt og fjárfestingarstefnu, auk þess sem kynning verður á samþykktarbreytingum.

Fundurinn verður sendur út rafrænt hér á lsr.is og verður útsendingin kynnt síðar.

Ársreikninga LSR fyrir árið 2023 og upplýsingar um starfsemi á árinu má finna í nýlegri frétt hér á lsr.is.

29.04.2024

1. maí 2024

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM er boðið að safnast saman í anddyri Bíó Paradísar við Hverfisgötu 54 kl. 11:00 þann 1. maí. BHM býður upp á búlluborgara úr Búllubílnum kl. 11:30. Safnast verður síðan saman á Skólavörðuholti kl. 13:00 en gangan hefst kl. 13:30.

Sjá nánar frétt af vef BHM og Facebook síða 1. maí

08.04.2024

Opnir fundir með formanni FÍN

Opnir fundir með formanni FÍN

FÍN stendur fyrir opnum fundum um kjarasamninga og þróun kjaramála með Maríönnu H. Helgadóttur formanni FÍN. Farið verður yfir gerða kjarasamninga og stöðuna á viðræðum, í lok fundar verður boðið upp á spurningar.

Fundirnir verða haldnir á TEAMS og eru opnir öllum.

8. apríl
Fundur vegna kjaramála á almennum markaði kl 12.00 á TEAMS.
16. apríl
Fundur vegna kjaramála á opinberum markaði kl. 12.00 á TEAMS.

Öllu félagsfólki verða sendir hlekkir á fundina, ef einhverjum berst ekki hlekkur má senda póst á fin(hja)fin.is

Við vonumst til að sem flest

02.04.2024

FÍN auglýsir eftir sérfræðingi

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf tímabundið til tveggja ára til að sinna átaksverkefni sem snýr m.a. að nýrri vefsíðu og markaðsmálum félagsins.


Starfssvið m.a.:

  • Umsjón með vefsíðu og útgáfu fréttabréfa
  • Umsjón með markaðsefni og auglýsingum
  • Þátttaka í viðburðastjórnun, s.s. skipulagning ráðstefna
  • Þátttaka í undirbúningi fræðslufunda, námskeiða og annarra funda
  • Þátttaka í að skrifa fræðsluefni og setja upp greinar
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra/formann


Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða sambærileg menntun, sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af uppsetningu vefsíðna og myndvinnslu
  • Þekking og reynsla af markaðsmálum, sér í lagi af starfrænni markaðssetningu
  • Reynsla af uppsetningu gagna, s.s. í Power BI
  • Góð samskiptahæfni, lipurð og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti


FÍN er stéttarfélag fyrir þá sem hafa lokið bakkalárprófi eða ígildi þess frá viðurkenndum háskóla. Félaginu er umhugað um að veita sem besta þjónustu og býður m.a. upp á hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála, túlkun á samningum og ráðgjöf í ágreiningsmálum.


Umsóknafrestur er til og með 8. apríl 2024.


Sótt er um starfið hér!

13.03.2024

Aðalfundur FÍN 2024

Aðalfundur FÍN verður haldinn 21. mars 2024 kl. 17:00 að Borgartúni 27, 2. hæð

Dagskrá.

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári

2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess

3. Tillögur um lagabreytingar og nýtt nafn félagsins

4. Ákvörðun um félagsgjöld

5. Stjórnarkjör

6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs

7. Kosning siðanefndar

8. Önnur mál

Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á aðalfundinn eigi síðar en á hádegi 19. mars nk. svo hægt sé að áætla magn veitinga og hverjir vilja fá sendan fundarlink á fundinn, ásamt því að senda félagsmönnum fundargögn fundarins. Skráning fer fram hér. 

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum hafið þá samband við okkur á skrifstofu FÍN um netfangið fin@fin.is eða í síma 595-5175

Aðalfundarboðið er hér.


05.03.2024

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars.

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er boðið til hádegisfundar sama dag kl. 11:30-13:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Fyrirlesarar:

  • Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf. Fæðingarorlof - reynsla, þróun og framtíðarsýn.
  • Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi.
  • Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla. Barnið vex en brókin ekki.

Pallborð: Anna Maria Milosz - skrifstofufulltrúi hjá Reykjavíkurborg , Guðný Björk Eydal - prófessor í félagsráðgjöf, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - hagfræðingur BSRB, Sveinlaug Sigurðardóttir - varaformaður Félags leikskólakennara.

Að fundinum standa: ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.

15.02.2024

Samstaða meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

Í dag var birt sameiginleg yfirlýsing frá 22 stéttarfélögum þar sem háskólamenntað starfsfólk er í meirilhluta. Yfirlýsingin er áminning um hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og er úrbóta krafist.


"Neðangreind stéttarfélög krefjast leiðréttingar á launum háskólamenntaðra og að þeim verði tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Háskólamenntaðir hafa setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun launa á vinnumarkaði. Samþjöppun tekna á Íslandi er ein sú mesta í Evrópu.


Ljóst er að það stefnir í mikinn skort á sérhæfðu starfsfólki til að mæta þörfum atvinnulífsins Hlutfall ungsfólks á Íslandi sem hefur lokið háskólanám i er langt undir meðaltali OECD ríkja V ið því verður að bregðast. Sé ekki gripið til aðgerða mun ávinningur af háskólamenntun minnka enn frekar. Þá er líklegt að háskólamenntaðir sæki meira í störf í löndum þar sem eftirspurn er eftir færni þeirra og lífskjör háskólamenntaðra eru betri en á Íslandi."

Félag íslenskra náttúrufræðinga er á meðal þessara 22 stéttarfélaga.

04.01.2024

Lág félagsgjöld og öflug þjónusta

Á síðasta aðalfundi FÍN var ákveðið að áfram yrðu félagsgjöld félagsins 0,65% af launum í samræmi við síðasta ár. Félagið hefur lagt áherslu á að halda félagsgjöldum lágum og háu þjónustustigi. FÍN er öflugur bakhjarl félagsmanna og aðili að BHM. Hægt er að skrá sig í félagið hér. Félagið er opið öllum þeim lokið hafa háskólanámi eða eru í námi.Útdráttur

22.12.2023

Jólakveðja frá FÍN

Félag íslenskra náttúrufræðinga óskar félagsmönnum sínum góðra og gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

Skrifstofa félagsins verður lokuð milli jóla- og nýárs en opnar 2. janúar á nýju ári.
Hægt er að hafa samband formann félagsins ef nauðsyn krefur í síma 864-9616.

Með bestu jólakveðjum,

Félag íslenskra náttúrufræðinga


30.11.2023

Vísindasjóður nýtt fyrirkomulag!

Vísindasjóður verður greiddur út 15. desember næstkomandi. Athugið nýtt fyrirkomulag hefur verið tekið upp, ekki er nauðsynlegt að fylla út umsókn heldur verður sjóðurinn greiddur fullgildu félagsfólki sjálfkrafa. Nánari upplýsingar hér.


Ef einhver óskar eftir að fá greitt í janúar í stað desember má hafa samband á fin@fin.is

29.11.2023

Óskað eftir umsóknum um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð

FÍN vekur athygli á að Vinnueftirlitið hefur framlengt fresti til að skila inn umsókn um styrki í nýjan vinnuverndarsjóð, en hann er nú til 12. desember. 

Sjóðurinn er samstarfsverkefni félags- og vinnumarkaðsmálaráðherra og Vinnueftirlitsins. Markmið hans er að efla rannsóknir á svið vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á Ísland. Vinnuverndarsjóður er nýtt samstarfsverkefni félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Markmið hans er að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði. Sjóðnum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því.

13.11.2023

Nýtt aðsetur FÍN

FÍN er flutt að Borgartúni 27, 2. hæð. Ef þú þarft að fá viðtal hjá okkur þá mælum við með því að þú pantir viðtalstíma með því að senda tölvupóst á fin@fin.is . Símatími er frá 13-14 á mánudögum og miðvikudögum og á þriðjudögum og fimmtudögum frá 11 - 12.

09.11.2023

Réttlát umskipti á vinnumarkaði - morgunverðarfundur - BHM

Í aðdraganda þríhliða fundar norrænna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um réttlát umskipti, gangast BHM, BSRB og ASÍ fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi í salnum VOX Club á Hótel Hilton Nordica, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 08:30 – 10:00. Fundarstaðurinn opnar klukkan 08:00 með því að boðið verður upp á morgunverð.

Beint streymi verður af fundinum fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Loftslagsbreytingar munu hafa víðtæk áhrif á samfélagið, efnahag, atvinnulíf og vinnumarkað. Það hver áhrif breytinganna verða er undir því komið hvaða stefna verður mörkuð og hvort tryggt verði að aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum séu samræmdar markmiðum um starfs- og afkomuöryggi og góð lífskjör.

Á fundinum verður fjallað um hugmyndafræðina sem réttlát umskipti byggja á og hvaða þýðingu þau hafa fyrir íslenskt samfélag, vinnumarkað, efnahag og velferð launafólks. Leitast verður við að varpa ljósi á núverandi stefnu og aðgerðir stjórnvalda í þágu réttlátra umskipta og hvað uppá vantar til að sett markmið náist . Hægt er að kynna sér efnið frekar hér.