Hluti af almennum skilyrðum um tímabundið atvinnuleyfi útlendinga, sbr. 7. gr. laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, er að fyrir liggi umsögn stéttarfélags eða landssambands launafólks í hluteigandi starfsgrein, sbr. c-lið 1. mgr. nefndrar greinar.
Við vinnslu umsagna af hálfu Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) eru eftirfarandi þættir teknir til skoðunar:
- Starfið
a. Fellur starfið undir störf sem almennt eru unnin af félagsmönnum FÍN?
b. Hvers eðlis er sú sérfræðiþekking sem krafist er í starfi?
i. Er þekking/kunnátta atvinnulausra félagsmanna FÍN fullnægjandi?
- Menntun / sérfræðiþekking
a. Hefur umsækjandi menntun/sérþekkingu sem myndi falla að skilyrðum um félagsaðild að FÍN?
b. FÍN krefst ekki prófskírteina en þarf lágmarks upplýsingar.
- Laun og önnur kjör – kjarasamningar
a. Gildir kjarasamningur um réttindi og skyldur umsækjanda?
i. Ef svo er – hvaða kjarasamningur gildir?
ii. Ef ekki – litið er til ráðningasamnings og eru réttindi og skyldur metnar út frá lágmarkskjörum á markaði hverju sinni og almennt út frá gildandi kjarasamningi sem FÍN gerir á almennum markaði.
b.Launakjör
i. Tilgreind laun og önnur launatengd kjör metin út frá lágmarkslaunum á opinberum og almennum markaði – miðað við menntun og starf hverju sinni.
c. Önnur starfstengd kjör
i. Önnur kjör skulu ekki vera lægri en sem nemur almennt á markaði og/eða sem lög tilgreina. Hér er horft sérstaklega til veikindaréttar, orlofsréttar o.s.frv.
ii. Vinnutíma skal vera hagað að lágmarki í samræmi við gildandi kjarasamning FÍN á almennum markaði.
iii. Ákvæði um greiðslur fyrir yfirvinnu skulu vera í samræmi við gildandi kjarasamninga FÍN á almennum markaði og/eða sem lög tilgreina.
Önnur atriði
a. Umsóknir doktorsnema eru metnar sérstaklega.
b. Umsóknir og ráðningarsamningar skulu vera að fullu útfylltir og undirritun beggja aðila skal vera til staðar.
c. Ráðningar erlendra sérfræðinga skulu ekki vera á kostnað félagsmanna FÍN.
