- Skipulagsskrá Vísindasjóðs Félags íslenskra náttúrufræðinga.
- Sjóðurinn heitir Vísindasjóður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.
- Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn FÍN sem greitt er fyrir í sjóðinn.
- Markmið sjóðsins er að auka tækifæri félagsmanna FÍN til framhaldsmenntunar, þróunarstarfa og sí- og endurmenntunar.
- Stjórn FÍN skipar stjórn sjóðsins í eitt ár í senn á fyrsta fundi eftir aðalfund. Sjóðsstjórn skal skipuð 4 félagsmönnum sem greiða í sjóðinn ásamt einum fulltrúa úr stjórn FÍN.
- Sjóðsstjórn skiptir með sér verkum, setur sér starfsreglur í samræmi við markmið sjóðsins og heldur fundargerðir.
- Tekjur sjóðsins eru: a) Framlag atvinnurekanda, samkvæmt kjara- eða ráðningarsamningi. b) Tekjur af ávöxtun fjármagns. c) Aðrar tekjur. d)Sjóðurinn skal ávaxtaður á þann hátt sem stjórn telur hagkvæmast á hverjum tíma, samkvæmt fjárfestingastefnu sjóðsins sem samþykkt er af stjórn FÍN.
- Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum og ársreikningur kynntur stjórn FÍN.
- Sjóðsstjórn er heimilt að nýta starfsfólk og skrifstofuaðstöðu FÍN vegna úthlutunar styrkja samkvæmt nánara samkomulagi við skrifstofu FÍN.
- Stjórn FÍN hefur heimild til að breyta skipulagsskrá Vísindasjóðs FÍN. Sé þess þörf skal tilkynna sjóðfélögum um breytingar sem gerðar eru á skipulagsskrá sjóðsins í fréttabréfi og heimasíðu félagsins.
Samþykkt á stjórnarfundi FÍN þann 6. apríl 2018
f.h. stjórnar FÍN
Maríanna H. Helgadóttir, formaður
Þorkell Heiðarsson, varaformaður
