Við þykjumst vita að í okkar röðum eru margir öflugir ljósmyndarar og því langar okkur að efna til ljósmyndakeppni meðal félagsfólks. Keppt verður í fjórum flokkum sem eru eftirfarandi:
1. FÍNARAR að störfum
2. Landslag Íslands
3. Dýr á láði og legi
4. Opinn flokkur
Athugið að ekki þarf að skila inn myndum í alla flokka til að taka þátt. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að vera félagi í FÍN.
Óháð dómnefnd mun velja bestu þrjár myndirnar í hverjum flokki og verða þær birtar á vefmiðlum félagsins. Veitt verða verðlaun í hverjum flokki fyrir sig sem og fyrir bestu myndina heilt yfir. Í verðlaun verða glæsileg gjafabréf frá Óskaskrín.is
Við óskum eftir að fá myndirnar sendar í gegnum skráardeiliþjónustur eins og Dropbox, Google Drive eða álíka. Skilafrestur er 18. júní.
Tengiliður keppninnar er Siggeir F. Ævarsson. Hann tekur á móti myndum og svarar fyrirspurnum á netfangið siggeir@fin.is .
FÍN áskilur sér rétt til að nota myndir sem berast í keppnina í kynningarefni félagsins. Greitt verður sérstaklega fyrir notkun mynda sem birtast í markaðsefni.
