Orlofsuppbót skal almennt greiða 1. júní ár hvert nema hjá Reykjavíkurborg er miðað við 1. maí.
Ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga
Starfsfólk sem er í starfi til 30. apríl fær greidda orlofsuppbót sem miðast við full starf allt orlofsárið (1. maí til 30. apríl). Sé viðkomandi í hlutastarfi eða í starfi hluta árs er greidda orlofsuppbótin í samræmi við starfshlutfall eða starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á orlofsuppbót reiknast ekki orlofsfé.
Hafi starfsfólk látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3ja mánaða (13 vikna) samfellt starfs á orlofsárinu skal viðkomandi fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsfólk var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Samtök atvinnulífsins
Starfsfólk, annað en stjórnendur, fá greidda desember- og orlofsuppbót í samræmi við aðalkjarasamning SA á almennum vinnumarkaði. Heimilt er í ráðningarsamningi að fella uppbætur inn í mánaðarlaun starfsfólks eða semja um annan greiðsluhátt.
Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir er kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.