Fara í efni

Um félagið

Félag íslenskra náttúrufræðinga var stofnað árið 1955 og hefur því verið fínasta stéttarfélagið í yfir 70 ár. Félagið er í dag opið öllum sem lokið hafa námi á háskólastigi.

 

Um vefinn

Nýr vefur FÍN var opnaður í nóvember 2025 en það var Stefna sem hafði veg og vanda af hönnun hans. Ljósmyndirnar á vefnum eru að stærstum myndir úr ljósmyndakeppni félagsins og eru þær merktar höfundum þar sem því er viðkomið. Forsíðumyndin er af Vestrahorni og er eftir Samuel Casás en þetta var sigurmyndin í flokknum „Náttúra Íslands“ í keppninni.

Umsjónarmaður vefsins er Siggeir F. Ævarsson, sérfræðingur hjá FÍN. Hægt er að senda honum ábendingar um efnistök á vefnum á netfangið siggeir@fin.is 

Saga félagsins

Íslenskir náttúrufræðingar stofnuðu saman stéttarfélag þann 21. febrúar 1955. Á fyrstu árum félagsins voru félagar á bilinu 15-20, árið 1988 voru þeir orðnir 444 en eru í dag, árið 2025, rúmlega 2.300 en félagið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Frá árinu 2023 var gerð grundvallarbreyting á lögum félagsins og er félagið nú opið öllum þeim sem lokið hafa námi á háskólastigi.

Stærstur hluti félagsmanna starfar á opinberum vinnumarkaði (hjá ríki og sveitarfélögum) en félagsmönnum á almennum vinnumarkaði hefur fjölgað mikið á síðustu árum, einkum í lyfjaiðnaði.