Um félagið
Félag íslenskra náttúrufræðinga var stofnað árið 1955 og hefur því verið fínasta stéttarfélagið í yfir 70 ár. Félagið er í dag opið öllum sem lokið hafa námi á háskólastigi.

Saga félagsins
Íslenskir náttúrufræðingar stofnuðu saman stéttarfélag þann 21. febrúar 1955. Á fyrstu árum félagsins voru félagar á bilinu 15-20, árið 1988 voru þeir orðnir 444 en eru í dag, árið 2025, rúmlega 2.300 en félagið hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Frá árinu 2023 var gerð grundvallarbreyting á lögum félagsins og er félagið nú opið öllum þeim sem lokið hafa námi á háskólastigi.
Stærstur hluti félagsmanna starfar á opinberum vinnumarkaði (hjá ríki og sveitarfélögum) en félagsmönnum á almennum vinnumarkaði hefur fjölgað mikið á síðustu árum, einkum í lyfjaiðnaði.
Náttúrufræðingar sinna afar fjölbreyttum störfum og snerta marga fleti samfélagsins. Hér er nokkur dæmi um þá starfstitla sem félagsfólk í FÍN ber.
- Arkitektar
- Búfræðikandidatar
- Dýralæknar
- Eðlisfræðingar
- Efnafræðingar
- Erfðafræðingar
- Ferðamálafræðingar
- Fiskifræðingar
- Fornleifafræðingar
- Geislafræðingar
- Grafískir hönnuðir
- Grasafræðingar
- Haffræðingar
- Hagfræðingar
- Heilbrigðisgagnafræðingar
- Hjúkrunarfræðingar
- Hönnuðir
- Iðnhönnuðir
- Jarðeðlisfræðingar
- Jarðfræðingar
- Landfræðingar
- Landslagsarkitektar
- Lífeðlis- og lífefnafræðingar
- Lífeindafræðingar
- Líffræðingar
- Líftæknifræðingar
- Lyfjafræðingar
- Læknar
- Mannauðsstjórar
- Mannfræðingar
- Matvælafræðingar
- Meinatæknar
- Næringarfræðingar
- Sameindalíffræðingar
- Sálfræðingar
- Sjávarlíffræðingar
- Sjávarútvegsfræðingar
- Skógfræðingar
- Stjarneðlisfræðingar
- Stærðfræðingar
- Tannlæknar
- Tæknifræðingar
- Tölfræðingar
- Tölvunarfræðingar
- Umhverfisfræðingar
- Verkfræðingar
- Veðurfræðingar
- Viðskiptafræðingar
- Vistfræðingar