Gestaaðild á Norðurlönd
FÍN á í virku samstarfi við systurfélög sín á Norðurlöndum en formenn þeirra hittast reglulega á fundum og þá á BHM einnig í góðu samstarfi við sín systurbandalög á Norðurlöndunum. Félagsfólk í FÍN getur sótt um tímabunda aðild að þeir félögum og þannig haldið réttindum sínum hjá FÍN.
Í júní 2019 gerðu fag- og stéttarfélög á Norðurlöndum með sér samning um gestaaðild. Samninginn má lesa hér og félögin ásamt slóðum á vefsíður þeirra má sjá hér að neðan. Markmið samningsins er að auðvelda félagsfólki okkar að starfa eða stunda nám á hinum Norðurlöndunum og að þau geti öðlast gestaaðild að tilsvarandi samtökum, stéttar- eða fagfélagi í dvalarlandi (gestgjafafélagi).
Umsókn um gestaaðild skal félagsfólk senda gestgjafafélagi og getur aðeins haft gestaaðild að einu gestgjafafélagi í einu. Gestaaðild gildir í þrjú ár. Ef viðkomandi býr ekki lengur, hættir störfum eða hættir í námi í viðkomandi gestalandi skal viðkomandi tilkynna gestgjafafélagi um það.
Með gestaaðild greiðir félagsfólk áfram aðildargjöld til síns heimafélags en á rétt á sömu þjónustu og sömu forsendum og annað félagsfólk sér að kostnaðarlausu.
Danmörk
Nafn bandalags: AC
Nafn félags: DM
Finnland
Nafn bandalags: Akava
Nafn félags: Agronomförbundet og Loimu
Noregur
Nafn bandalags: Akademikerne
Nafn félags: Naturviterne
Svíþjóð
Nafn bandalags: SACO
Nafn félags: Naturvetarna