Fara í efni
13.01.2026 Fréttir

Rannsóknir og hreinsunaraðgerðir á menguðum svæðum - Námskeið

FUMÍS, fagfélag um mengun á Íslandi stendur fyrir námskeiðinu Rannsóknir og hreinsunaraðgerðir vegna jarðvegsmengunar 27. og 28. janúar og er skráning í fullum gangi.

Deildu

Námskeiðið fjallar um hvernig framkvæma skuli rannsóknir og hreinsunaraðgerðir á menguðum svæðum. Dæmi verður tekið af mengun við bensínstöðvar, hvaða mengun má búast við, hvernig rannsókn er framkvæmd og hvaða aðgerðir eru mögulegar í jarðvegi og grunnvatni. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsunaraðgerðir sem hægt er að framkvæma á staðnum (in-situ). Nýtt er áralöng reynsla á svipuðum rannsóknum og aðgerðum frá Svíþjóð. 

Aðferðirnar og aðgerðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu eru nýtanlegar á flestar aðrar tegundir af mengun. Kennarar eru Anneli Liljemark og Say Svanström hjá Liljemark Consulting. Námskeiðið fer fram í húsnæði Verkís að Ofanleiti 2. 

Námskeiðsgjald er kr. 125.000, innifalið er námsefni, hádegisverður báða daga, kaffi og kvöldverður 27. janúar. Félagsfólk í FÍN er hvatt til að kanna styrkhæfi námskeiðisins í sjóðum BHM.

Skráning fer fram á vefsíðu FUMÍS.