- Um dagvinnu á vef BHM
- Lög nr. 88/1971 - Um 40 stunda vinnuviku
- Lög nr. 46/1980 - Um aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sjá kafla IX.
Vinnutími
Hér er að finna skilgreiningar á helstu hugtökum er varða vinnutíma og hvíldartíma, ásamt nánari upplýsingum um skipulag vinnutíma samkvæmt kjarasamningum og lögum.
Vinnuvika
Vinnuvika opinbers starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar stundir nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið. Meginreglan er sú að starfsfólk í fullu starfi skilar fullri vinnuskyldu vinni viðkomandi 7,2 tíma að jafnaði á dag 5 daga vikunnar, mánudag til föstudags.
Vinnuvika starfsfólks á almennum vinnumarkaði í fullu starfi er 35,5 virkar stundir nema samið hafi verið um annað.
Yfirvinna
Yfirvinna telst sú vinna sem fram fer fyrir utan tilskilins daglegs vinnutíma eða vakt starfsfólks svo og sú vinna sem innt er að hendi umfram vikulega vinnutímaskyldu. Yfirvinnutímakaup er fundið með því að margfalda mánaðarlaun með 1,0385% (0,9385% vegna yfirvinnu 1). Sé samið um frí á dagvinnutímabili fyrir unna yfirvinnu skal verðgildi yfirvinnu gilda (1 yfirvinnustund jafngildir 1,62 klst. í dagvinnu m.v. 36 stundir en 1,6 klst. m.v. 35,5 stundir).
Vaktavinna
Vaktavinna er unnin á skipulögðum vöktum, samkvæmt fyrirfram ákveðnu fyrirkomulagi þar sem starfsfólk vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum.
Bakvaktir
Með bakvakt er átt við að starfsfólk sé ekki við störf en er reiðubúið að sinna útkalli. Sé viðkomandi kallaður út til vinnu er greidd yfirvinna fyrir útkallið. Það telst ekki bakvakt ef starfsfólk dvelst á vinnustað að beiðni yfirmanns.
Hvíldartími
Vinnutíma skal haga þannig að á 24 stunda tímabili fái starfsfólk a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími á 24 klst. tímabili fari umfram 13 klst. Sé starfsfólk beðið um að mæta til vinnu áður en 11 klst. eru liðnar af hvíldartíma skapast frítökuréttur sem nemur 1,5 klst. í dagvinnu fyrir hverja klst. sem skerðist af 11 klst. hvíldartíma. Í öllum tilvikum er óheimilt að skerða 8 klst. samfellda hvíld.
Vikulegur hvíldardagur
Á hverju sjö daga tímabili á starfsfólk rétt á a.m.k. einum vikulegum hvíldardegi sem tengist beint daglegum hvíldartíma og er við það miðað að vikan hefjist á mánudegi. Hann á því rétt á 35 klst. samfelldri hvíld (11 + 24) einu sinni í viku. Að svo miklu leyti sem því verður við komið, skal vikulegur hvíldardagur vera á sunnudegi.
Ákvæði um vinnutíma í kjarasamningum og lögum