Okkur hjá FÍN langar að gefa spilaáhugafólki í félaginu svona stokka á aðventunni. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta til okkar á skrifstofuna í Borgartún 27 og sækja þinn stokk. Hægt verður að sækja stokka alla fimmtudaga fram að jólum. Við verðum á svæðinu milli 9-17.
Takmarkað upplag í boði, fyrstir koma, fyrstir fá.
Ps. Við gerum okkur grein fyrir því að félagsfólk okkar út á landi situr ekki við sama borð og þau á höfuðborgarsvæðinu í þessu máli. Það er því að sjálfsögðu í boði að senda fulltrúa fyrir sína hönd og sækja stokk til okkar. Ef allt annað þrýtur geta spilaþyrstir sent okkur línu á fin@fin.is og við finnum út úr þessu saman
