Hærri styrkir hjá sjúkrasjóði
Félagsmenn FÍN eru hvattir til að kynna sér styrkbreytingar t.d. hækkar líkamsræktarstykur úr 12.000 kr. upp í 25.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér breytingarnar á heimasíðu BHM.

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 202s. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.
Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

Nýtt ár mætir okkur með nýjar áskoranir, bæði áskoranir sem að við setjum okkur sjálf sem og aðrar sem við þurfum að takast á við hvort sem að okkur líkar það betur eða verr. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar koma fram ýmis mál og áskoranir sem að FÍN og eftir atvikum félagsmenn FÍN munu þurfa að takast á við. Til að ræða þessi mál sem og önnur mun félagið hitta félagsmenn á vinnustaðafjarfundum og verða fundirnir nýttir til að vinna að kröfugerð félagsins gagnvart okkar viðsemjendum.