Fara í efni

Fréttir

02.03.2022

Spennandi fræðsla framundan

Félagsmönnum FÍN stendur til boða margvísleg fræðsla á næstunni, við hvetjum alla til að skoða fræðsluvef BHM.

Meðvirkni á vinnustöðum

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fer yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og svo verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar.

Þriðjudaginn 8. mars kl. 13:00-14:00 á 4. hæð í Borgartúni 6
Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams, smelltu hér til að skrá þig.

Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn verður ekki tekinn upp
og því ekki hægt að horfa á hann síðar

08.02.2022

Fyrirlestur : Seigla/ Streita vinur í raun

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, fer yfir hvað streita er, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg.

Undið er ofan af ranghugmyndum um streitu og hvaða áhrif hún hefur á seiglu okkar. Með nýrri sýn og meiri skilningi á streitu eykst streituþol.

Kristín segir jafnframt frá seiglu- og streituráðum sínum, sem hún kallar H-in til heilla.

Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu

18.01.2022

Framboð til stjórnar

Allir félagsmenn sem ætla að bjóða sig fram til embætta eða trúnaðarstarfa á aðalfundi FÍN þurfa að tilkynna um framboð sitt til stjórnar FÍN samkvæmt lögum félagsins eigi síðar en 1. febrúar nk. Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð með því að fylla út eftirfarandi eyðublað .


Ekki er hægt að bjóða sig fram á sjálfum aðalfundinum, en kosið er á milli frambjóðanda á aðalfundinum.


18.01.2022

Nýtt fréttabréf FÍN

Rafrænt Fréttabréf FÍN var sent út til allra félagsmanna FÍN í dag. Ef þú hefur ekki fengið fréttabréfið sent til þín í tölvupósti þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangi fin@bhm.is og tilkynntu okkur um það netfang sem þú vilt hafa á skrá hjá okkur.

14.01.2022

Hærri styrkir hjá sjúkrasjóði

Nýjar úthlutunarreglur sjúkrasjóðs BHM (félagsmenn á almennum markaði) tóku gildi nú um áramótin. Mikill viðsnúningur hefur orðið á sjóðnum á síðustu tveimur árum og því ástæða til að hækka styrki.
Félagsmenn FÍN eru hvattir til að kynna sér styrkbreytingar t.d. hækkar líkamsræktarstykur úr 12.000 kr. upp í 25.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér breytingarnar á heimasíðu BHM.
03.01.2022

Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 202s. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

01.01.2022

Nýárspistill formanns FÍN

Nýtt ár mætir okkur með nýjar áskoranir, bæði áskoranir sem að við setjum okkur sjálf sem og aðrar sem við þurfum að takast á við hvort sem að okkur líkar það betur eða verr. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar koma fram ýmis mál og áskoranir sem að FÍN og eftir atvikum félagsmenn FÍN munu þurfa að takast á við. Til að ræða þessi mál sem og önnur mun félagið hitta félagsmenn á vinnustaðafjarfundum og verða fundirnir nýttir til að vinna að kröfugerð félagsins gagnvart okkar viðsemjendum.

1 ... 3 4 5