23 sep. 2025

Sjötíu ára afmælishátíð FÍN 9. október

9bd294b9-ba9e-7895-f0da-1530855729b9

FÍN fagnar 70 ára afmæli félagsins þann 9. október næstkomandi. Veislan verður haldin á Kjarvalsstöðum og skráning í hófið er hér að neðan.

Þann 9. október næstkomandi höldum við upp á 70 ára afmæli FÍN með pompi og prakt og minnumst þannig merkrar sögu og fyrri baráttu. Veislan verður haldin á Kjarvalsstöðum og hefst kl 18:00.

Staðsetningin er vel við hæfi, enda var Jóhannes Kjarval listmálari einkar hugfanginn af íslenskri náttúru og skipar íslenskur mosi, birki, apalhraun og aðrar jarðmyndanir stóran sess í verkum hans. Allir FÍN-arar eru að sjálfsögðu velkomnir og við vonumst til þess að sjá sem flest á þessum merku tímamótum í sögu félagsins.

Til þess að hægt sé að áætla fjöldann og þar með veitingarnar er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku. Skráningarhlekk er að finna í fréttabréfi félagsins sem sent var á póstlistann í dag, en fréttabréfið má einnig lesa með því að smella hér.

Hlökkum til að sjá ykkur!