Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð Líffræðifélagsins
Opið er nú fyrir Könnuðarstyrk Líffræðifélags Íslands og Les Amis de Jean Baptiste Charcot.
Styrkurinn er ætlaður meðlimum Líffræðifélagsins sem eru nemendur á framhaldsstigi í líffræði eða skyldum greinum við íslenska háskóla.
Markmið Könnuðarstyrksins er að fjármagna feltferðir, styðja við rannsóknaleiðangra, eða samskonar atferli sem heiðrar minningu líffræðingsins og landkönnuðarins Jean-Baptiste Charcot en hann fórst með rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas ? úti fyrir Álftnesi á Mýrum árið 1936.
Hámarksupphæð sem veitt verður er 200.000 kr. Mögulegt er að styrkja fleiri en eitt verkefni ef heildar kostnaður verkefnanna er innan við hámarksupphæð sjóðsins.
Skilafrestur umsókna er 15. apríl, 2025 og miðað verður við að tilkynna úthlutun 15. maí, 2025.
Allar nánari upplýsingar um styrkinn og umsóknarform má finna á vefsíðu Líffræðifélags Íslands.