21 des. 2018

Nýjar úthlutunarreglur hjá Starfsþróunarsetri Háskólamanna

Stjórn Starfsþróunarseturs háskólamanna hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur sem taka munu gildi 1. janúar 2019. Þær má sjá hér að neðan.

 

  1. Hækkun styrkja

Hámarksupphæð styrkja til félagsmanna fer úr 370.000 kr. í 425.000 kr. á tveggja ára tímabili.

 

  1. Núllstilling styrkja

Styrkir til félagsmanna verða núllstilltir frá áramótum. Allir félagsmenn sem eiga rétt á styrk eiga því rétt á 425.000 kr. frá 1. janúar 2019.   Miðað er áfram við 300.000 kr. mánaðarlaun (2100 kr. iðgjald) sem viðmiðunargjald fyrir fullum styrk. En til að eiga rétt á hálfum styrk þarf iðgjald að vera að lágmarki 1050 kr.

 

  1. Skilafrestur reikninga

Skilafrestur reikninga verða þrír mánuðir frá lokum náms/ráðstefnu en ekki dagsetningu reiknings líkt og verið hefur.