29 ágú. 2013

Mínar síður BHM

Á næstu vikum mun Bandalag háskólamanna opna aðgang að þjónustugáttinni Mínar síður, þar sem félagsmenn aðildarfélaga  geta á auðveldan máta nálgast upplýsingar um eigin notkun á styrkjum, fylgst með stöðu umsókna, gengið frá nýjum umsóknum og rafrænum fylgigögnum, bókað orlofshús og fylgst með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda.  Félagsmenn eru hvattir til að sækja sér Íslykilinn sem fyrst en ekki verður hægt að sækja um styrki eða nýta sér þá orlofskosti sem BHM býður upp á án hans.
 

Tilkynning frá BHM

Ágæti félagsmaður 

Á næstu vikum mun Bandalag háskólamanna opna aðgang að þjónustugáttinni Mínar síður, þar sem félagsmenn aðildarfélaga  geta á auðveldan máta nálgast upplýsingar um eigin notkun á styrkjum, fylgst með stöðu umsókna, gengið frá nýjum umsóknum og rafrænum fylgigögnum, bókað orlofshús og fylgst með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda. 

Ekki er lengur gerð krafa um frumrit reikninga og öllum fylgigögnum skilað rafrænt á Mínum síðum.  Þó mun Styrktarsjóður BHM (opinberir starfsmenn) ekki taka við rafrænum fylgigögnum með umsóknum fyrr en í byrjun árs 2014.

Til að skrá sig á Mínar síður þurfa félagsmenn að sækja sér Íslykil frá Þjóðskrá Íslands sem leysir af hólmi gamla veflykil RSK eða nota rafræn auðkenni/skilríki. Félagsmenn eru hvattir til að sækja sér Íslykilinn sem fyrst en ekki verður hægt að sækja um styrki eða nýta sér þá orlofskosti sem BHM býður upp á án hans.

Panta Ís-lykilinn 

 Tilkynning um opnun á Mínum síðum verður send út innan tíðar.