19 okt. 2017

Misstu ekki af framtíðinni - ráðstefna BHM 23. nóvember 2017

Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif tækniframfara á vinnumarkað og samfélag. Markmið ráðstefnunnar er að ræða möguleg áhrif þessarar þróunar á íslenskan vinnumarkað og hvernig íslenskt samfélag geti best undirbúið sig undir fjórðu iðnbyltinguna.

Þann 23. nóvember nk. efnir Bandalag háskólamanna til ráðstefnunnar Misstu ekki af framtíðinni - áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað háskólamenntaðra.

Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif tækniframfara á vinnumarkað og samfélag. Markmið ráðstefnunnar er að ræða möguleg áhrif þessarar þróunar á íslenskan vinnumarkað og hvernig íslenskt samfélag geti best undirbúið sig undir fjórðu iðnbyltinguna.

Aðalræðumenn verða Anne Marie Engtoft Larsen frá Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum) og framtíðarfræðingurinn Liselotte Lingsø. Þær eru eftirsóttir fyrirlesarar um allan heim, enda hafa þær sérhæft sig í fjórðu iðnbyltingunni og þeim áhrifum sem hún mun hafa á samfélög.

Ráðstefnan fer fram í Hörpu á milli kl. 9.00 og 12.00 og er öllum opin en þátttökuboð þetta er sent lykilfólki innan stéttarfélaga, atvinnulífs, fræðasamfélags og stjórnsýslu.

Sjá meðfylgjandi dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara  

Opnað verður fyrir almenna skráningu þann 1. nóvember.  Skráning fer fram hér  

Ráðstefnugjald er kr. 8.500.  Athugið að viðburðurinn er styrkhæfur hjá flestum stéttarfélögum.

Misstu ekki af framtíðinni!