11 feb. 2020

Nemendafélagið Hvati í heimsókn

Við fengum skemmtilega heimsón síðastliðinn föstudag


Við fengum skemmtilega heimsókn síðastliðinn föstudag þegar nemendur sem stunda lífefna- og sameindalíffræði í Háskóla Íslands kíktu til okkar. Runólfur Vigfússon lögfræðingur FÍN kynnti þá mikilvægu starfsemi sem við stöndum fyrir og sköpuðust fjölbreyttar og áhugaverðar umræður í kjölfarið. 
Félagsmenn okkar starfa á fjölbreyttum vettvangi og viljum við hvetja þá nemendur sem vilja koma í heimsókn og fræðast betur um starfsemi okkar að hafa samband við okkur á netfangið fin@bhm.is.

20200207_174234

20200207_173846
20200207_173833