17 okt. 2025

Heilnæmnt umhverfi í þágu almennings

Málþing 21. október næstkomandi í Norræna húsinu

565765946_1240917134746111_6251803075903692359_n

Hvað er heilnæmt umhverfi og hvernig mótar það daglegt líf okkar? – Á þessum stutta viðburði verður á einfaldan hátt fjallað um hvað heilnæmt umhverfi er og hvernig stjórnvöld tryggja réttindi almennings til heilnæms umhverfis. Eftir kynningar frá sérfræðingum taka við umræður og spjall með léttum veitingum.
Norræna húsið er með gott aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna. Húsið opnar kl 16:00.

Dagskrá:
16:30 • Stefán Pálsson, sagnfræðingur: „Deig má ekki hnoða með fótunum“ - glefsur úr upphafssögu heilbrigðiseftirlits
16:45 • Pétur Halldórsson, heilbrigðisfulltrúi: Hvað er heilnæmt umhverfi?
16:50 • Snorri Hallgrímsson, varaforseti Ungra umhverfissinna: Rétturinn til að anda ómenguðu lofti
17:00 • Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður í heilbrigðisnefnd Suðurlands: Ríkisvæðing heilbrigðiseftirlits og hvers vegna?
17:10 • Umræður og spurningar úr sal
17:30 • Spjall og léttar veitingar
Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM.


Staðsetning: Norræna húsið, Sæmundargata 11, 101 Reykjavík.
Aðgengi: Viðburðurinn verður á íslensku og með táknmálstúlkun. Vinsamlegast hafið samband ef þörf er á einhverju sem tengist aðgengi á viðburðinn. Norræna húsið er með hjólastólaaðgengi.
Viðburðurinn byggir á samstarfi Félags íslenskra náttúrufræðinga, Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa og Ungra umhverfissinna. Hann verður einnig í beinu streymi fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.

Viðburðinn á Facebook.