12 apr. 2020

Gleðilega páskahátíð!

Félag íslenskra náttúrufræðinga óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.


Við viljum minna félagsmenn á eftirfarandi atriði:

- Skrifstofa félagsins er lokuð á meðan á samkomubanni stendur.

- Símatími á skrifstofunni er mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli 15:00 og 16:00.

- Öllum skilaboðum sem berast á netfangið fin@bhm.is er svarað innan 2ja virkra daga.

- Kynning stendur yfir á kjarasamningi FÍN og ríkisins og atkvæðagreiðsla er hafin og henni lýkur nk. föstudag.

Ef þú ert ríkisstarsmaður og vinnur á ríkisstofnun og hefur ekki fengið tölvupóst frá okkur þá endilega sendu okkur skilaboð á fin@bhm.is .

Næstu kynningarfundir um nýgert samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FÍN og ríkisins verða nk. þriðjudag kl. 10 og kl. 15 og á fimmtudag kl. 9 og aftur kl. 12. Kynningarfundurinn nk. fimmtudag verður helgaður kerfisbreytingum hjá vaktavinnufólki. Vinsamlegast skráðu þig á fundina hér.

Samningaviðræður eru enn í gangi við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Sendur verður tölvupóstur til félagsmanna ef eitthvað er að frétta af þeim samningafundum.