21 okt. 2019

Breyttur opnunartími skrifstofu FÍN

Starfsfólk félagsins vill veita félagsmönnum góða þjónustu og jafnframt geta veitt hana á þeim tíma sem við segjumst geta veitt hana. Því hefur stjórn FÍN ákveðið að að breyta opnunartíma skrifstofunnar með eftirfarandi hætti:


Skrifstofan verður opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 15:00 til 16:00 og á föstudögum er lokað.
Ástæða þessarar breytingar er sú að á opnunartíma eru starfsmenn að sinna margvíslegum störfum og eru oft bundnir á fundum utan skrifstofunnar á opnunartíma skrifstofunnar. Þá er enginn viðlátin á skrifstofunni til að taka símtöl eða taka á móti félagsmönnum sem kunna að koma á skrifstofu félagsins á auglýstum opnunartíma. Við teljum skynsamlegra að stytta opnunartíma skrifstofunnar og vera til staðar á opnunartíma, þannig geta félagsmenn okkar gengið að þjónustunni sem vísri.
Samhliða þessari breytingu eiga öll erindi sem eiga að berast félaginu að fara í gegnum netfangið fin@bhm.is. Erindi sem berast okkur í tölvupósti á netfangið fin@bhm.is verður svarað eins fljótt og kostur er og innan 48 klukkustunda. Félagsmenn eru hvattir til að senda okkur erindi hvenær sem er á netfangið fin@bhm.is ef þeir vilja bóka viðtal við okkur. Það er síðan samkomulag hvenær viðtal fer fram á dagvinnutíma.
Í þessari viku mun verða send út könnun til félagsmanna til að leggja mat á gæði þjónustu félagsins sl. 12. mánuði. Við hvetjum félagsmenn til að svara þeirri könnun. Við munum einnig senda út aðra könnun eftir áramótin til að geta lagt mat á það hvernig nýr opnunartími reynist.
Þess skal þó getið að í þessari viku, 21. október til og með 25. október munum við samt sem áður reyna að svara símtölum og taka á móti fólki eins og við getum eins og áður hefur verið, en frá og með 28. október verður opnunartíma skrifstofunnar breytt í samræmi við ofangreint og símsvari verður á hjá okkur utan opnunartíma.