30 apr. 2020

Af aðalfundi FÍN 30. apríl 2020

Aðalfundur FÍN var haldinn 30. apríl 2020 og var hann haldinn í fjarfundi, en skráðir félagsmenn á fundinn voru 132, eitthvað færri mættu þó á fundinn en skráðu sig. 

Sjálfkjörið var í stjórnir og nefndir félagsins á aðalfundinum.

Maríanna H. Helgadóttir var endurkjörin formaður félagsins til næstu tveggja ára og eftirfarandi félagsmenn voru kjörnir í meðstjórn til næstu tveggja ára: Guðrún Nína Petersen, Lilja Grétarsdóttir, Svava S. Steinarsdóttir, Sverrir Daníel Halldórsson, Torfi Geir Hilmarsson, Anna Berg Samúelsdóttir, Stefán Már Stefánsson, Svanhildur Þorsteinsdóttir og Unnur Magnúsdóttir.  

Ólafur Eggersson var endurkjörinn í stjórn Kjaradeilusjóðs til næstu tveggja ára.

Eftirfarandi aðilar voru kjörnir í Siðanefnd félagsins: Emelía Eiríksdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Simon Klüpfel og varamaður var kjörinn Guðlaug Katrín Hákonardóttir.

Félagið býður nýja stjórnar- og nefndarmenn velkomna til starfa.

Jafnframt þakkar félagið fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum fyrir þeirra framlag til félagsins og ánægjulegt samstarf. Fráfarandi stjórnar- og nefndarmenn eru, úr stjórn: Hafdís Sturlaugsdóttir, Haraldur Rafn Ingvason, Katrín Guðjónsdóttir og Rakel Júlía Sigursteinsdóttir, úr Siðanefnd: Hafdís Eygló Jónsdóttir, Jónas Jónasson og varamaðurinn Ægir Þór Þórsson.

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn félagsins frá fyrra ári: Varaformaður félagsins, Þorkell Heiðarsson, fulltrúi trúnaðarmanna, Björg Helgadóttir og í meðstjórn: Ásdís Benediktsdóttir, Bergrún Arna Óladóttir, Einar Hjörleifsson, Friðþjófur Árnason, Margrét Geirsdóttir, Pétur Halldórsson, Stella Hrönn Jóhannsdóttir og Una Bjarnadóttir.

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn Kjaradeilusjóðs frá fyrra ári: Bergljót Sigríður Einarsdóttir og Stefanía P. Bjarnason.

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn Siðanefndar frá fyrra ári: Freygerður Jóhanna Steinsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og varamaður Jóna Freysdóttir

Á fundinum fór formaður yfir skýrslu stjórnar og voru ársreikningar félagsins og Kjaradeilusjóðs voru samþykktir.

Iðgjald til félagsins verður óbreytt, 0,7% af heildarlaunum.

Ein breyting var gerð á 11. tl. reglna Kjaradeilusjóðs sem hljóðar nú svoi: Stjórn Kjaradeilusjóðs er heimilt í samráði við stjórn FÍN að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum. Upplýsa skal félagsmenn um slíka styrki með t.d. tilkynningu á vefsíðu félagsins. 

Undir öðrum málum var farið yfir bréf félagsins sem sent var til Fjármálaráðuneytisins vegna ágreinings um niðustöðu atkvæðagreiðslu um nýgert samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi FÍN og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.  Einnig var farið yfir helstu atriði í þjónustukönnun félagsins sem gerð var í október sl.

Fundargerð aðalfundar verður birt á vefsíðu félagsins þegar hún liggur fyrir.