Kjarasamningur við RML undirritaður
Kjarasamningur hefur verið undirritaður milli félagsins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML) með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna FíN hjá RML hefst í dag og lýkur 15. júlí nk. Áður var kjarasamningur RML tengdur við kjarasamning ríkisins en verði þessi samningur samþykktur eru félagsmenn FÍN hjá RML með sjálstæðan kjarasamning. Niðurstaða um atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn mun liggja fyrir mánudaginn 18. júlí nk.