19 nóv. 2021

Reiknivél vegna félagsgjalda

Nú hefur verið útbúin handhæg reiknivél sem sýnir ávinninginn af því að vera í FÍN miðað við önnur stéttarfélög. Hægt er að setja inn meðallaun og núverandi félagsgjald og bera saman við önnur stéttarfélög. Við hvetjum alla þá sem eru að velta fyrir sér vali á stéttarfélagi að skoða samanburðinn. Hægt er að skoða reiknivélina hér.

Síðustu áramót lækkuðu aðildargjöld Bandalags háskólamanna, í kjölfarið var ákveðið á aðalfundi að félagsmenn FÍN skyldu njóta ávinningsins af þeirri lækkun. Því voru félagsgjöld FÍN lækkuð í 0,65% en sú breyting tók gildi síðasta vor.

Nú hefur verið útbúin handhæg reiknivél sem sýnir ávinninginn af því að vera í FÍN miðað við önnur stéttarfélög. Hægt er að setja inn meðallaun og núverandi félagsgjald og bera saman við önnur stéttarfélög. Við hvetjum alla þá sem eru að velta fyrir sér vali á stéttarfélagi að skoða samanburðinn. Hægt er að skoða reiknivélina hér.

Félagsgjald er iðgjald sem atvinnurekandi dregur af launum starfsmanns og kemur fram á launaseðli. Aðrar greiðslur í sjóði stéttarfélaga eru í formi mótframlags frá atvinnurekanda. Mótframlag atvinnurekanda getur verið misjafnt og fer eftir ákvæðum kjarasamninga sem laun eru greidd eftir.







14390780_1165697843469688_5058284601292398502_n